Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Mér finnst Gylfi skjóta sig í báðar lappir með svona óábyrgum ummælum, veit maðurinn ekki að það er fullt af fólki sem leigir sér húsnæði á Íslandi, sem betur fer segi ég miðað við hvernig er að eiga húsnæði á þessu landi. Gylfi vill ekki aðstoða það fólk sem ekki á húsnæði en er það óheppið að lenda í gjaldþroti með tilheyrandi óþægindum árum saman vegna meingallaðra gjaldþrotalaga. Að sjálfsögðu á sama að gilda fyrir alla varðandi fyrningarfrest skulda og það er að mínu mati mannréttindabrot að það skuli vera hægt á annað borð að viðhalda kröfum áratugum saman og hleypa fólki sem verður fyrir þessu óláni aldrei inn í eignasamfélagið aftur. Ég vona bara að þessir hugleisingjar sem á þingi sitja styðji þetta frunvarp og það verði að lögum sem allra fyrst til þess að við getum fengið þær þúsundir fólks sem er og verður gjaldþrota aftur inn í þjóðfélagið eins og venjulegt fólk það er þjóðarhagur. Gylfi, hugsaðu betur það sem þú lætur út úr þér.
![]() |
Á ekki að vera hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2010 | 14:48
Það má auka tekjur Guðbjartur, bara svo þú vitir það.
Þetta er orðið alveg óþolandi að hlusta á þessa ráðherra þusa fram og aftur um stöðu ríkissjóðs og hækka um leið skatta aftur og aftur. það gengur ekkert upp hjá þessu blessaða fólki því það virðist bara ekki skilja að það er hægt að auka tekjur ríkissjóðs um fleiri miljarða á mánuði með því að koma atvinnuuppbyggingu af stað og með því að lækka vörugjöld, virðisaukaskatt, tekjuskatt, áfengisgjald og olíugjald. Þetta liggur allt fyrir svart á hvítu því í dag dregst neysla svo mikið saman vegna skattlagninga að ríkissjóður tapar og tapar tekjum.
![]() |
Tapa 250-270 milljónum á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2010 | 13:01
Sama niðurstaða nefndar, bara álver sem er raunhæft að byggja á Húsavík.
Jæja Katrín, nú ert þú að verða komin í "eitthvað nýtt eða eitthvað annað" deildina frægu sem var stofnuð hjá Vinstri grænum þegar flokkurinn var stofnaður en eini gallinn er að Vinstri Grænir hafa leitað og leitað og leita og leitað o.s.f.v en ekkert fundið eftir öll þessi ár. Úff, hvað þetta erfitt segir VG fólk sem ekkert finnur enn og ekkert gerist í atvinnumálum þjóðarinnar.
Katrín, nú ríst þú upp úr þessu endæmisbulli og stendur við þær ákvarðandir sem teknar voru áður en þessi óstjórn tók við hérna og kemur því í gegn að álverið verði ákveðið og byggt á Húsavík. Einnig átt þú að leggja þig fram við að losa um þær hömlur sem stöðva alla atvinnuuppbyggingu í landinu, það er þitt starf sem Iðnaðarráðherra og notaðu nú þessa síðustu daga sem stjórnin á eftir að lifa og sýndu í hvað þér býr annars átt þú ekki möguleika á ráðaherrasæti næstu áratugina. Ég hef trú á að þú sért ekki svona mikil gunga eins og VG liðið.
13.10.2010 | 17:45
10 ára plan á ríkishallann og málið er dautt.
![]() |
Áhyggjur af stöðu velferðarkerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2010 | 15:47
Uppgjafatónn stjórnarinnar er áberandi. Niðurfærið skuldir strax og segir svo af ykkur.
Það er algjör uppgjöf komin í þessa stjórn og fer það ekki á milli mála að hún er algjörlega strand í því máli sem á þjóðina hvílir. Kannski er best fyrir þau að niðurfæra skuldirnar um 18% og segja síðan af sér til þess að fara ekki frá í algjörri niðurlægingu. Það yrði þá næstu stjórnar að koma atvinnulífinu af stað og þá er björninn unninn og allt fer að rúlla upp á við á nýjan leik.
![]() |
Okkur hefur ekki mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2010 | 22:34
Stjórnin að reyna að finna eitthvað til fela sig á bak við.
![]() |
Minnihluti hefur látið fresta lokauppboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2010 | 20:24
VG þetta hefur verið svona í marga mánuði og þið eruð að vakna núna???
![]() |
Stjórnvöld gangi harðar fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2010 | 18:35
Svandís er ekkert nema landráðakona, algjör þurs.
![]() |
Svandís svarar Samtökum atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2010 | 12:56
Það þurfti byltingu til þess að vekja stjórnarliða, ekki gleyma því.
![]() |
Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér finnst mjög óeðlilegt að einungis skuli vera talað um skuldaleiðréttingu því hún er bara sjálfsagður hlutur en varðandi atvinnumálin þá er eins og ríkisstjórnin vilji ekki nefna þau á nafn og láta eins og mótmælin séu ekki vegna þeirra. Án þess að blása til sóknar í atvinnumálum breytist í raun ekki mikið því atvinnumálin eru alltaf í fyrsta sæti og skila peningum í vasa almennings og í ríkiskassann. Ég veit að stjórnin er klofin í atvinnumálum vegna afstöðu VG sem vill ekkert gera og ekki ein einasta tillaga um ný atvinnutækifæri hafa komið frá þeim bænum eins og alltaf hefur verið þeirra hugsjón (peningarnir vaxa á trjánum) en þar sem svona er komið þá hljóta mótmælin að snúast um að koma þessu fólki frá völdum svo hægt verði að snúa dæminu við og fara að byggja upp í stað stöðnunar sem nú ríkir. Við erum á síðustu metrunum að snúa þessu við áður en fólksflóttin mun aukast til muna, við skulum ekki gleyma að hann er hafin nú þegar.
Ég held að ég myndi setja mitt atkvæði til Framsóknarflokksins ef kosið væri í dag því í ljós hefur komið að þeirra hugmyndir í öllum málaflokkum frá hruni hefðu verið þær réttu því í dag er verið að hugsa um að nota þær hugmyndir. Það eina sem mætti gera í Framsókn er að koma Sif Friðleifsdóttur út úr flokknum því hún tilheyrir gamla tímanum en annars held ég að um góðan mannskap sé að ræða sem skipar Framsóknaflokkinn í dag, ungt fólk og framsækið.