Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
3.1.2012 | 15:57
Heimilin í vondum málum samkvæmt könnun Hagstofunnar.
Það eru mjög fróðleg skrif í DV í dag þar sem er vitnað í könnum Hagstofunnar um stöðu heimilanna í dag og þar sýnir hvað staðan er í raun erfið, allavega mikið verri en ríkisstjórnin heldur.
Heimili sem eiga efitt með að ná endum saman hefur fjölgað úr 33.100 í 62.600 eða tvöföldum frá hruni.
Endilega lesið þessa frétt og sjáið þann mikla árangur sem ríkisstjórnin hefur náð með heimilin á sama tíma og fjármálastofnanir skila tuga milljarða hagnaði.
Þetta er réttlætið.
14.12.2011 | 10:34
Seðlabanlastjóri ekki í neinum tengslum við þjóðfélagið.
Hérna er ekki allt á uppleið og ráðamenn verða að fara að sætta sig við að sannleikurinn er sagna bestur, það er alveg eins gott og segja bara eins og er, okkur hefur mistekist ætlunarverk okkar að koma atvinnulífinu af stað til þess að efla tekjustofn ríkisins og er því komið að leiðarlokum hjá þessari stjórn, það er þó heiðarlegt.
Fjármálakerfið hefur styrkst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2011 | 09:30
Allt á uppleið en samt aukið atvinnuleysi???
Fjárhagsleg áhrif óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2011 | 09:26
Ögmundur var þá vanhæfur til þess að taka ákvörðun.
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2011 | 13:32
Engin af stjórnarliðum er ómissandi, segið af ykkur öll sem eitt.
Jón ekki ómissandi segir Ólína sem er hvað hörðust í því að eyðileggja gott fiskveiðikerfi, sem hægt er að bæta með viðræðum við hagsmunaaðila en ekki einhliða laga og reglugerðabreytingum.
Þið eruð öll missandi hvað alþjóð varðar svo það er best að þið segið af ykkur hið allra fyrsta svo þjóðin geti kosið það fólk sem það vill hafa við stjórn.
Fráleitt að Jón sé ómissandi segir Ólína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 11:07
Víða hægt að byggja golfvelli ef áhugi er fyrir hendi og leyfi fást.
Það er ekki sama hvar er sótt um leyfi, allavega færðu ekki leyfi á íslandi nema vera séra Jón úr réttum heimshluta, svona er nú alþjóðavæðingin á íslandi.
Trump að klára besta golfvöll heims (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2011 | 09:11
Besta jólagjöfin í ár er " Ríkisstjórnin burt"
Handbendi vogunarsjóða er þetta fólk einnig og nú er líka komið í ljós að hér mega útlendingar helst ekki eiga viðskipti að undanskildun vogunarsjóðunum.
Við erum nú þegar komin út í horn og verður ekki bjargað þaðan af þessu fólki, það eitt er víst.
Gerið nú bara eitt fyrir fólkið í landinu, segir af ykkur strax.
Segir stöðu sína sterka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2011 | 18:22
Ekki lengur bjóðandi þetta stjórnarsamstarf.
Ekki kemur mér á óvart að fólk segi sig úr Samfylkingunni,hún svíkur öll sín loforð og er einungis eins og útspýtt hundskinn í höndum VG í dag, ég á við að það er einungis einn flokkur sem öllu stjórnar hér í dag.
Ég fer fram á það að þessi stjórn fari frá strax og skipuð verði utanþingsstjórn næstu 2 ár til þess að hægt sé að vinna að skuldavanda landsmanna og koma atvinnulífinu af stað en því miður þá minnkar áhugi erlendra fjárfesta hratt þessa daga að koma með fé hingað.
Segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 16:30
Felldu stjórnina Sigmundur, þá stöðvarðu hryðjuverkin.
Brjáluð ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er gott dæmi um hvað Jóhanna og Steingrímur eru í litlum tengslum við fólkið, atvinnulífið og bara allt sem gerist í þessu þjóðfélagi, engin tengsl eru til staðar.
Það eru nokkrir dagar síðan Jóhanna og Steingrímur voru að dásama hvað allt væri á góðri leið og á sama tíma er þjóðfélagsumræðan um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir og væntanlegar uppsagnir sem verða mjög miklar, það þarf bara að hlusta á fólk og það liggur alveg í loftinu að nokkur fyrirtæki munu leggja upp laupana á næstu vikum, eitt stórt fyrirtæki mun yfirtaka annað og við það eina dæmi munu sjálfsagt tugir manna missa vinnuna, þið getið í eyðurnar hvaða sameining það er.
Atvinnulífið á Íslandi hefur fengið hryðjuverkastjórn yfir sig, enda hér allt að hrynja en ekki á uppleið, það eru hreinar línur.
Slæmar horfur í atvinnulífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)