Færsluflokkur: Dægurmál
29.8.2012 | 11:41
Atkvæðasöfnun stjórnarflokkana hafin. Bygging stúdentakjallara í dag???
Ekki það að ég sé á móti því að háskólafólk hafi góða aðstöðu og geti fengið sér í glas í eigin kjallara, alls ekki en í dag eru engir fjármunir til hjá ríkissjóði eftir því sem forsvarsmenn stjórnarflokkana segja okkur.
Ég sá þessa frétt í sjónvarpinu fyrr í vikunni og það var svona skritin tilfinning að geta ekki áttað sig á hvernig maður átti að taka þessari frétt á sama tíma og ekki er hægt að byggja íbúðir fyrir námsmenn, reka skólana sómasamlega, reka heilbrigðisþjónustuna o.s.f.v.
Eru þetta atkvæðasöfnun sem hér á sér stað, þetta er allavega framkvæmd sem mætti alveg bíða þar til betur árar?
Þarna er skýrt dæmi um þá forgangsröðum sem hefur átt sér stað hjá þessari arfaslöku ríkisstjórn.
Nýr Stúdentakjallari byggður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alþingis að vinna í þessu máli og það þarf að vera fullkomin sátt um allar breytingar á stjórnarskránni innan þingsins áður en til kemur að þjóðin kjósi um hvort hún vill þær breytingar sem þarf að gera eða ekki.
Það liggur ekkert á þessu þessu máli og þarf það bara sinn tíma á þinginu 2 til 5 ár eða svo.
Ég hef verið að ræða þetta mál á götuhorninu og verð ég ekki var við annað að fólki sé nákvæmlega sama um þessa skoðanakönnun og að það ætli ekki að mæta til þess að svara þessum spurningum.
Alltaf er til fé til að sóa í svona óþarfa.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2012 | 15:00
Sömu sorglegu vinnubrögðin áfram sem engu skila.
Það er stutt til kosninga og þá verður sem betur fer hægt að breyta öllum áherslum varðandi skatta og atvinnulíf, stöðva þetta ESB rugl, og koma gjaldeyrismálum þjóðarinnar í lag áður en þjóðin fer á hausinn.
Greiða engan virðisaukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2011 | 11:53
Þorskstofninn 2008 svipaður og fyrir 1808 árum :)
Stofnvísitala þorsks hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 12:14
Gylfi fór að ganga, bara rólegur og ekkert að í hans herbúðum.
Skora á Gylfa að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 08:27
Einræðiskonan mætir ekki.
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2010 | 11:57
Venjuleg uppskrift lags, Hvanndalsbræður eru málið.
Stolið og ekki stolið, það skiptir engu máli hvort lagið er stolið það eru til mörg hundruð eurovision lög sem hljóma eins og þetta lag og er ég eiginlega hissa á þessu metnaðarleysi að geta ekki samið eitthvað annað en þessa sömu samsuðu sem flestar þjóðir syngja í keppninni.
Þið sáum Jóhönnu í fyrra, það var ekki hefðbundin uppskrift en trúlega eitt skemmtilegasta lag sem við höfum sent og ekki var flutningurinn síðri.
Eftir að hafa hlustað margoft á lögin sem keppa á laugardaginn þá er það Gleði og glens með Hvanndalsbræðrum sem stendur uppúr að mínu mati og hefur gert það allan tímann síðan ég heyrði það fyrst, íslensk vinsæl hljómsveit sem flytur skemmtilega tónlist og ekki skemmir skemmtileg sviðsframkoma þeirra og fas, þarna eru snillingar á ferð sem við skulum sameinast um að koma í lokakeppninga, áfram Hvanndalsbræður.
Er lagið stolið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 18:52
Passar Jóhanna, hvorki vörn né sókn.
Landsliðið fyrirmynd í sóknaráætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 13:52
Á að taka allar innistæður út úr Landsbankanum?
Það eru alltaf að koma fram nýjar upplýsingar um að Landsbankinn sé í raun að verða aftur eins og hann var undir stjórn Björgúlfanna. Það er farið að reka stór fyrirtæki á kostnað skattgreiðenda og virðist ekki hlustað á þá aðila sem vilja kaupa yfirtekin fyrirtæki eins og td Húsasmiðjuna en erlent fyrirtæki vildi skoða kaup á henni en ekki var hlustað á það og nú er búið að skipta þar um forstjóra og búið að koma þar fyrir manni sem er sjálfsagt vinur einhvers sem fer með stjórn Landsbankans. Það var vitað að þetta gæti gerst að einkavinavæðingin næði tökum sem hún hefur nú gert og smákóngaveldið stækkar hratt. Þar sem stjórnmálamenn styðja þessa þróun og gera ekkert til þess að stöðva hana er bara eins leið sem er því miður sú að landsmenn taki sig saman og færi allar innistæður sínar yfir í aðra bankastofnun þá er búið að stöðva Landsbankann og þá þróun sem er í gangi þar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2010 | 09:16
Strákarnir okkar, gott fordæmi fyrir okkur íslendinga.
Ég horfði á þáttinn með strákunum okkar í gærkvöldi á RUV þegar þeir gerður þessa glæsiferð til Peking á síðustu ólimpíuleika og gerður sér lítið fyrir og tóku silfrið. Við þetta áhorf hríslaðist um mann hrollur af allri samtöðunni og árangrinum af henni, menn ræddi málin fram og til baka og fundu ávallt niðurstöðu sem varð að árangri, þetta var þjóðarstollt sem maður fann og því miður þá hefur ekki verið mikið um það undanfarið ár en forsetinn minnti mann aðeins á þetta stolt þegar hann hafnaði Icesave.
Ég veit að margir segja að við höfum ekkert til þess að vera stolt yfir en það er einfaldlega rugl, þarna er fólk á ferðinni sem er búið að gleyma út á hvað þjóðrastolt gengur en vonandi rifjast það upp á evrópukeppninni í handbolta sem hefst í næstu viku, við getum tildæmis byrjað á því að vera stolt af því að strákarnir okkar eru með í þessari keppni. Nei góðir íslendingar, þótt nokkrir óábyrgir stjórnmála og viðskiptamenn hafi gjörsamlega skitið í buxurnar og erfitt verður fyrir þá að þrifa þær eftir sín mistök erum við enn þjóð og við erum þjóð sem hefur verið stolt af eyjunni okkar og getum verið það áfram, þótt illa ári eins og stendur. þetta er tildæmis í þriðja sinn sem ég verð fyrir eignaupptöku frá hendi stjórnvalda á 25 árum sem er skítt en við rífum okkur alltaf upp aftur sama á hverju bjátar.
Eins og staðan er í dag þá er aðalatriðið að láta ekki tvær þjóðir þjappa okkur niður, heldur rísum við upp og förum fram á það að þessu ágreiningsefni verði komið fyrir dómstóla því það er nauðsynlegt að fá úr þessu icesave máli skorið hvort við raunverulega eigum að greiða eða ekki. Það hlýtur líka að vera gott fyrir evrópubatteríið að fá dóm í svona máli og þar með fordæmi þar sem það virðist ekki á hreinu hver réttur okkar er í þessu máli. Íslendingar fellum öll Icasave ekki 75% heldur öll.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)