10.2.2010 | 11:07
Atvinnulífið í heild lagt í einelti af ríkisstjórn.
Þið eigið alla mína samúð hjá HSS og er þetta alveg gjörsamlega óskyljanlegt mál að ekki megi leiga út þessar skurðstofur og skapa ríkinu tekjur en það virðist bara alls ekki vera upp á borðina hjá stjórnvöldum að skapa tekjur í ríkissjóð nema í formi skatta, þetta kalla ég að leggja atvinnulífið og fólkið í landinu í einelti. Eins og ég hef margoft bloggað um áður þá verður að byggja upp atvinnulífið og nýta þau tækifæri sem felast í auðæfum landsins og stöðu krónunnar, það er fullt að tækifærum sem fólk úr atvinnulífinu er að benda á fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar, það eru tildæmis útflutningsmöguleikar, ferðaþjónusta sem ætti að efla gríðarlega með aðkomu ríkisins, varast óbeinar skattahækkanir eins og á bensín, áfengi og aðra neysluvöru, alls ekki hækka tekjuskatta o.s.f.v. tekjurnar til ríkisins eiga að koma frá atvinnulífinu ekki úr vasa fólksins nema í gegn um neyslu þess, vsk og þannig skatta sem eru nú fyrir en vöru því miður hækkaðir og neysla heldur áfram að dragast saman, atvinnuleysi eykst og tekjur ríkisins dragast saman.
Ég heyrði í fréttum í gær að lítil saumastofa á Akureyri þar sem er vitlaust að gera væri að leggja niður reksturinn og hvers vegna, það eru orðnir svo háir skattar á reksturinn að eigendurnir treysta sér ekki lengur að reka þessa saumastofu, segir þetta ekki þó nokkuð um það sem er að gerast?
Þetta eru bara staðreyndir sem allir vita, þetta sama var reynt í síðustu vinstri stjórn og það skilaði engu og því að fara sömu leið í dag? Það hlýtur bara að vera heimska.
Reksturinn ríkinu ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt ástand. Það er stór hluti af nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum atvinnulausir og núna er heill árgangur að útskrifast og það er eiginlega ómögulegt fyrir þá að fá vinnu! Mér finnst að það meigi nýta þetta frábæra fagfólk sem við höfum í landinu! Í dag kunnum við meira en að veiða fisk og prjóna peysur! Það á að semja við yfirvöld annars staðar og gera útlendingum kleift að koma hingað í liðskiptiaðgerðir, offituaðgerðir og lýta og fegrunaraðgerðir og fleira og fá þannig töluverðan gjaldeyri inn í landið þar sem hver aðgerð er kostar morðfjár en með lágu gengi krónunar kostar þetta útlendinga smátterí.
Afsakaðu öll upphrópunarmerkin, ég er bara svo pisst yfir öllu þessu atvinnulausa fagfólki hérna og sé þarna möguleika til að koma gjaldeyri inn í landið...
Steinunn Skúladóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.