Þegar maður horfir á hvað þessi handónýta ríkisstjórn sem við íslendingar kusum yfir okkur hefur í raun gert mikinn skaða, þá verður maður bitur. Fyrstu mistökin voru að sniðganga heimilin í heilt ár en stjórnin er loksins og sjá það núna að það voru afdrífarík mistök sem ekki verða bætt héðan í frá tjónið hefur orðið og nú er vart hægt að stöðva þróunina vegna þess að það er of seint. Mjög góðu skattakerfi var breitt og nú er búið að brjóta það allt upp og ekkert nema kostnaður og lækkaðar tekjur ríkissjóðs blasa við, mikil mistök og afdrífarík. Síðan kom að því að skuldbinda okkur íslendinga að eyða eittþúsund miljónum króna í ESB umsóknarviðræður, hvers vegna, það liggur ljóst fyrir að Íslendingar vilja ekki ganga í ESB og Íslendingum finnst þetta alls ekki rétti tíminn til þess að vera eyða tíma í ESB. AGS er enn að hrella okkur með sínu einelti og við látum það yfir okkur ganga eins og ekkert sé. Icesave málið er í þeirri stöðu sem það er, klúður sem við íslendingar náðum samt að bjarga á síðustu stundu með því að fella handónýtan samning. Það er búið að hækka skatta langt fram úr hófi og það er búið að hækka ýmis vörugjöld sem valda hækkunum á neysluvörum og síðan hækkunum á verðtryggðum lánum okkar. Atvinnumálin eru strand og VG fólk vill eins og venjulega gera eitthvað annað en hefur enga hugmynd um hvað á að gera til þess að búa til störf. Það eru einstaka þingmenn með sín gæluverkefni á þingi eins og að banna nektardans, eins og þeim komi það eitthvað við ef einhverjir hafa gaman af nektardansi, Ögmundur vill banna auglýsingar á bjórauglýsingum á tegundum léttöls sem heita sama nafni og bjórinn sem sami framleiðandi er með á markanum, hvaða rugl er hér í gangi og hvað er hann að skipta sér að þessu, hefur maðurinn ekkert þarfara að gera. Jóhanna kallar alla ýmsum nöfnum, Steingrímur kemur reglulega í fjölmðiðla og segir að samningar séu að takast í Icesave, Svandís kemur stollt og segist nú vera búin að stöðva þetta og hitt o.s.f.v.
Við hljótum að sjá að þetta er bara ein stór klikkun í gangi hérna og alveg gríðarleg óstjórn á landinu og mikið hlakkar mig til þegar einhver annnar tekur hér við stjórn og þá er hægt að taka fram stóru skófluna og moka allan skítinn í burt og koma þessu landi af stað á nýjan leik. Ég er alls ekki að verja fyrir ríkisstjórnir sem fóru hrikalega að ráði sínu en þetta er það allra versta sem ég hef upplifað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Tryggvi, þetta var skýrt og normmal. Við komumst hvorki lönd né strönd því þessi óþjóðalýður er alstaðar fyrir í boði þjóðarinnar. Í boði þjóðar sem hann lofaði og sveik.
Við því er bara afskaplega lítið að gera því að í okkar liði eru engir grjótkastarar, þeir voru hinsvegar í þeirra liði og eru í fríi núna.
Við skulum tala varlega um fyrri ríkistjórnir því en erum við ekki komin á vonarvöl þrátt fyrir hrun og þrátt fyrir hryðjuverk Breta og þrátt fyrir skemmdarverk núverandi ríkistjórnar.
Það segir að grundvöllurinn var góður og við skulum muna að það var góðæri á íslandi þrátt fyrir samdrátt í veiðum. En við skulum líka muna að það voru gerð mistök og þannig hefur það alltaf verið í gegnum alla mankynsöguna að af mistökum læra menn, vonandi.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 12:57
Alveg sammála! Það verður að koma þessari stjórn frá,og kjósa aftur. Það verður aldrei verra enn þetta.
Þórarinn Baldursson, 2.4.2010 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.