Nú er nóg komið af klúðursmálum hjá þessari stjórn.

Það er bara hvert klúðursmálið á eftir öðru sem eftir þessa stjórn situr eins og Icesave, greiðsluaðlögunarmálið sem hér er fjallað um, fjármagnsstuðningur Steingríms til Sjóvá, fjármagnsstuðningur Steingríms til tveggja fjármálafyrirtækja í hans kjördæmi í byrjun kjörtímabils, velferðastjórnin klikkaði, stuðningur við fallandi fjölskyldur klikkaði, lánaleiðrétting og dómur um gengislán er að verða að martröð, búið að sækja um ESB aðild án umboðs þjóðarinnar, atvinnumálin eru eins og þau eru alveg frosin, það fer allur tími alþingis í að ræða kæru á nokkrum aðilum á sama tíma og ráðherrar þessarar stjórnar þverbrjóta lög í ýmsum málaflokkum og svona má lengi telja áfram. En hvað er gott í starfi stjórnarinnar? ég er búin að hugsa þetta nú í nokkrar mínútur en ekkert dúnkar upp hjá mér, skrítið eða hvað? 
mbl.is Ráðherra endurskoðar lög um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hjartanlega sammála þér. Þetta er eitt alsherjar klúður.

Sigurður Sigurðsson, 23.9.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband