Þá er bara eftir að hreinsa húsið að innanverðu sem er enn mikilvægara.

Það hlaut að koma að því að upp úr sauð og matarafgangar skreyttu alþingishúsið á sama tíma og liðið tuðaði innan dyra um allt og ekkert. Það sem vakti athygli manns var að bæði Jóhanna og Steingrímur sögðu að nú yrði að kalla saman alla þingflokka , Hagsmunasamtök heimilana, talsmann skuldara o.s.f.v. er þetta ekki einmitt það sem almenningur hefur verið að tala um í eitt og hálft ár og hvers vegna er ekki löngu búið að ræða þessi mál, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki hlustað á fólkið og ríkisstjórnin hafði ekki hugmynd um hvað hefur verið að gerast fyrir utan veggi þinghússins nú er það morgunljóst og þar með staðfest orð mín oftar en einu sinni þess efnis að ríkisstjórnin eigi að opna augun og lýta út um gluggann og gera sér grein fyrir hvað er að gerast fyrir utan. Og enn einu sinni minni ég á að stefna ofsköttunar án þess að auknar tekjur séu skapaðar gengur aldrei upp, áfram strax með þær framkvæmdir sem stöðvaðar hafa verið og nýtum svo vel tímann til þess að finna ný og spennandi atvinnutækifæri sem þjóðarsátt getur ríkt um. Sækjum um lán frá Kínverjum og rekum AGS úr landi, stöðvum aðildarviðræður við ESB og nýtum okkar verðmætu auðlindir eins vel og kostur er, virkjanir eru engin ósómi, einfaldlega byggingar sem ávallt hafa verið til sóma og mjög gaman að skoða.
mbl.is Hreinsað til við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það sló sennilega marga hvað forsætisráðherra virtist alveg nýlent á plánetu jörð í seinni fréttum sjónvarps í gærkvöldi. það virtist ekki hafa hvarlað að henni að fólkið í landinu hefði það ekki h.....i gott.  En nú ætlar hún að bretta upp ermarnar á Bjarna Ben, Sigmundi Davíð og Þór Saari og bjarga málinu með því.  Ég held að hún sé búin að sýna það og sanna að hún á ekkert erindi í þann slag sem þarf til að koma þjóðinni til bjargar.

Það þarf nýtt fólk í slaginn, þeir sem hafa hug á að taka þátt í endurreisn þjóðarinnar verða að gefa upp hvernig þeir hyggjast koma að því máli og standa við þau fyrirheit.  Ef til vill eru brýnustu verkin að losa okkur við AGS og ESB. 

Auk þess verður að auglýsa eftir þjóð sem er tilbúin að veita okkur aðgang að gjaldmiðli sínum, ekki eftir 1 ár ekki eftir 10 ár heldur á morgun, því svo grátt virðist krónan okkar leikin að hún er komin að leiðarlokum, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. 

Ég tel að heimilum landsins verði ekki bjargað með viðundandi hætti nema með gjaldmiðli sem ekki er studdur af verðtryggingu lána.

Kjartan Sigurgeirsson, 5.10.2010 kl. 11:15

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála Kjartan það er mjög brýnt mál að taka upp nýjan gjaldmiðil fyrir utan annað sem við erum sammála um hérna og í kjölfar nýs gjaldmiðils afnema verðtryggingu á þann hátt sem heppilegast er.

Tryggvi Þórarinsson, 5.10.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband