Það er fullt af stálheiðarlegu fólki sem ekki á íbúðir sem lendir í gjaldþroti.

Mér finnst Gylfi skjóta sig í báðar lappir með svona óábyrgum ummælum, veit maðurinn ekki að það er fullt af fólki sem leigir sér húsnæði á Íslandi, sem betur fer segi ég miðað við hvernig er að eiga húsnæði á þessu landi. Gylfi vill ekki aðstoða það fólk sem ekki á húsnæði en er það óheppið að lenda í gjaldþroti með tilheyrandi óþægindum árum saman vegna meingallaðra gjaldþrotalaga. Að sjálfsögðu á sama að gilda fyrir alla varðandi fyrningarfrest skulda og það er að mínu mati mannréttindabrot að það skuli vera hægt á annað borð að viðhalda kröfum áratugum saman og hleypa fólki sem verður fyrir þessu óláni aldrei inn í eignasamfélagið aftur. Ég vona bara að þessir hugleisingjar sem á þingi sitja styðji þetta frunvarp og það verði að lögum sem allra fyrst til þess að við getum fengið þær þúsundir fólks sem er og verður gjaldþrota aftur inn í þjóðfélagið eins og venjulegt fólk það er þjóðarhagur. Gylfi, hugsaðu betur það sem þú lætur út úr þér.


mbl.is Á ekki að vera „hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband