27.10.2010 | 22:15
Írar að vakna við vondan draum en Íslendingar að ganga í gildru?
Það er ýmislegt komið fram að undanförnu sem mælir á móti ESB aðild eins og þessi frétt sýnir og síðan hafa margar aðrar þjóðir spáð í hvort rétt sé að ganga út úr ESB. Ýmsir sérfræðingar spá því að evran eigi eftir að hrynja og dollarinn og jenið muni halda velli, hvers vegna er þá gott að spá í evru ef spáin er nokkuð samhljóma að gjaldmiðillinn muni hrynja? Það vantar peningastefnu í þetta land í dag því hún er engin eins og er ekkert vit í öðru en að velja dollarann eftir því sem sérfræðingar segja en eitthvað verður að gera og það án valdagræðgi stjórnmálamanna, fyrst og fremst vegna fólksins sem verður að lifa við þetta ástand.
Ættu Írar að ganga úr ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll þetta kallar á byltingu!
Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 00:56
Dollar Evra, Króna.... þetta eru allt saman samskonar gjaldmiðlar, eini munurinn er liturinn á blekinu og myndskreytingarnar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera ekki innleysanlegir í neinu nema meiri pappír og bera ekkert verðgildi nema það sem stjórnvöl lofa, sem eins og við vitum er lítils virði. (Fiat currency)
Afhverju ekki frekar að velta því fyrir sér að taka upp öðruvísi gjaldmiðil? Til dæmis gjaldmiðil sem er innleysanlegur í áþreifanlegum verðmætum. (Resource based currency) Eða jafnvel að nota vinnustundir sem gjaldmiðil (Time based currency).
Að skipta út pappír með myndskreytingu fyrir annan pappír með öðruvísi myndskreytingu, er hinsvegar engin lausn í peningamálum heldur uppgjöf fyrir vandamálinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.