Nú er Steingrímur ánægður eða var hann búin að gera ráð fyrir þessum hækkunum?

Alltaf versnað ástandið hjá fjölskyldum landsins og byrgðarnar aukast og aukast en ekkert er gert til þess að létta aðeins á frá hendi stjórnvalda. Málið er að þegar bensín og olíuverð er orðið svona hrikalega hátt þá geta stjórnvöld lækkað tímabundið skattlagningu sína á þessa vöru, þau geta það og það er auðveld framkvæmd sem er öllum landsmönnum til bóta. Nei það er ekkert gert í málinu frekar en öðrum málun er snerta almenning og landið stefnir hraðbyr í algjöra stöðnun. Hvað olíuna varðar veltir maður fyrir sér hvort Steingrímur hafi vonað að verðið skildi hækka svona mikið og þetta væri allt á áætlun hjá honum, er það raunin? Maður með hans vald og hefur eitthvað í fari sínu sem heitir manngæska myndi gera eitthvað í þessu máli strax.
mbl.is Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Steingrímur er nú líklegri til þess að hækka skattana enn frekar til þess að mæta tekjutapi með minnkandi sölu. Ég tel að þessi fjármálaráðherra hugsi ekki rökrétt þegar kemur að sköttum og fjármálum.

Sumarliði Einar Daðason, 23.2.2011 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband