Verður komin 50% verðbólga eftir nokkra mánuði og allt fer í sama farið?

Nú veltir maður fyrir sér hvort sama leið verður farin og farin hefur verið undanfarna áratugi. Nú standa yfir kjarasamningar og allir vita að ef laun verða hækkuð um td 20% þá mun verðbólga hækka töluvert, þetta eru einu úrræði sem virðast vera notuð hér á landi og engin virðist hafa vit á því að það verður að fara aðrar leiðir til þess að halda eignaupptöku bólgunni niðri. Lækkun tekjuskatta er þar fyrsta skref og er nauðsynleg leið, í öðru lagi þarf að stjórna álögum ríkis á olíu hækka og lækka álögur samkvæmt heimsmarkaðsverði, lækka þarf virðisaukaskatt um allavega 1% og draga úr álögum í formi vörugjalda. Mér er ansk.sama hvað stjórnmálamenn hafa um þetta að segja það virðist nefnilega nóg vera til að peningum í ríkissjóði í kosningar og umsóknaraðildir inn í alls kyns bákn og þá erum við að tala um þúsundir miljóna. Nú er komið að því að leiðrétta kjör fólksins í landinu án þess að hér verði enn ein kollsteypan, ég hef lifað fjórar og ef þetta gerist einu sinni enn þá lætur maður sig hverfa af landinu sem hafði svo mikla möguleika, sem það hefur vissulega en lélegir stjórnmálamenn virðast ekki ráða við að stjórna því. 
mbl.is Verðbólgan eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband