Jæja þá er þínum tíma lokið Jóhanna.

Nú er ljóst að Jóhanna mun segja af sér bæði vegna þessa máls um jafnréttislög og vegna þeirra vandamála sem hún hefur komið þjóðinni í. Hún má eiga það blessunin að hún var góður heilbrigðsráðherra og bætti mjög kjör þeirra lægst launuðu en hirti það síðan allt til baka sem forsætisráðherra, Já svona er nú ísland í dag.
mbl.is Sakaði ráðherra árið 2004 um vankunnáttu á jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er það ljóst...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á frétt af þessu máli hér: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/23/segir_faglega_stadid_ad_malum/ Þars sem kemur fram að það var mannauðsráðgjafi sem vann þetta ferli frá auglýsingu fram að ráðningu

Þar segir m.a.

Ráðuneytið vann málið út frá þeirri grundvallarforsendu að skylt sé að ráða hæfasta umsækjandann og að ekki kæmi til greina að víkja frá skýrri niðurstöðu í ráðningarferli sem væri í mjög föstum skorðum.

Ekki reynir á ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 nema talið sé að tveir umsækjendur af sitt hvoru kyninu séu jafn hæfir en svo var ekki í þessu tilviki, að mati ráðuneytisins og ráðgjafans. Það átti alls ekki við í tilviki kæranda, samkvæmt umræddu mati.

Í þessu sambandi skal bent á að kærandi var fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur.

Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll innan Stjórnarráðsins og hafa hlutföll kynja í stöðum skrifstofustjóra jafnast umtalsvert undanfarna mánuði. Kona er nú í fyrsta sinn forsætisráðherra og kona gegnir jafnframt í fyrsta sinn embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.

Forsætisráðuneytið hefur þegar farið yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála og málið í heild með ríkislögmanni og mun fara ítarlega yfir það með honum og fleiri aðilum og bjóða kæranda til fundar um málið svo fljótt sem kostur er til þess að fara yfir það.“

Svo var Jóhanna félagsmálaráðherra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ingibjörg, það er ljóst í mínum huga en við búum á Íslandi þar sem er ekki til siðs að segja af sér, sama hvað á gengur, þetta er dómur engu að síður.

Já Magnús það má vel vera að málið hafi verið vel unnið en hvers vegna fór þetta þá svona? Já það er rétt, félagsmálaráðherra var hún. 

Tryggvi Þórarinsson, 23.3.2011 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband