Ég lýt á stjórnlagaþing sem brandara eins og það er framkvæmt.

Það á ekki af þessu volaða Alþingi að ganga hvernig í ósköpum því tekst að vinna hvert málið á eftir öðru á með þvílíkum þjösnaskap og óheiðareika að manni verður bara óglatt af þessu öllu saman. Ég er ánægður með bréf Salvar þar sem mín hugsun á þessu máli kemur skýrt fram en það má bæta við það að það voru fáir sem mættu á kjörstað og kusu til stjórnlagaþings í upphafi og þar með er ekki umboð meiri hluta þjóðarinnar til þess að sína þessu verki áhuga. Það hefur komið fram í þessari umræðu hvort tillögur stjórnlagaþings skuli fara beint í þjóðaratvæðagreiðslu þegar ráðið verður búið ljúka sínum störfum. Er það skynsamlegt eða ekki, munu 10 til 20% þjóðarinnar mæta í það skiptið tiil þess að kjósa um eittvað sem þessi ríkisstjórn mun síðan breyta, ég held að þessi stjórn sem sýnir mikla kommúnista og einræðistilburði muni aldrei hleypa þessu óbreyttu í gegn og verður þessum tillögum sópað í skúffuna og ekkert verður úr þessu annað en kostnaðurinn.

Þess vegna segi ég að þessu máli átti að ljúka eftir dóm hæstaréttar og bíða þar til alþingi væri í stakk búið að vinnna þetta mál að heilindum og samstöðu, þótt það hefðu liðið eitt til þrjú ár hefði það engu breitt nema kannski því að það hefðu verið unnið af alþingi öllu ásamt þjóðinni allri.


mbl.is Veikt umboð stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband