Dregur úr tekjum ríkissjóðs, hefur engin áhrif á sölu á bjór.

Ríkið mun fá minni tekjur vegna auglýsinga á svokölluðu léttöli þar sem það á að banna auglýsingar á léttöli, en það verður bara einhver skattur hækkaður á okkur fólkið til þess að greiða það sem tapast.
mbl.is Bannað að auglýsa léttbjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega fráleitt.Hvernig dettur þessu forpokaða afturhaldsliði í hug að banna að auglýsa vöru sem hægt er að kaupa í næstu sjoppu.Hvað næst?á að banna að auglýsa sælgæti af því að Skattagrími finnst það vont ?

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 09:36

2 Smámynd: The Critic

Þetta þýðir að það má ekki lengur auglýsa gamla góða Egils maltið. Það er jú til Egils maltbjór sem er 5.8%.

Ég held að engin ríkisstjórn hafi komið eins mörgum áhugamálum og eigin skoðunum í gegn  á jafn stuttum tíma. 

The Critic, 1.4.2011 kl. 09:48

3 Smámynd: corvus corax

Það er öllum ljóst að þessar "léttöls" auglýsingar hafa nákvæmlega ekkert með léttöl að gera. Það er verið að auglýsa sterkan bjór en orðið léttöl er látið sjást einhvers staðar úti í horni með smáu letri til að fara framhjá lögum. Hitt er svo annað mál að auglýsingabann á ákveðnum vörum er fáránlegt. Annað hvort á að banna allar auglýsingar eða leyfa allar. En á meðan lögin gilda verður að fara eftir þeim, hversu vitlaust sem þau annars eru. Dæmi um svipaða fáránlega lagasetningu er að 15 ára og yngri þurfa að hafa hjálm á reiðhjóli en ekki þeir sem eru eldri. Auðvitað á annað hvort að skylda alla til að hafa hjálm þegar hjólað er, eða sleppa lagaskyldunni annars.

corvus corax, 1.4.2011 kl. 10:04

4 Smámynd: The Critic

Maður hélt að íslendingar væru að koma sér upp úr moldakofanum og færu nú að leyfa auglýsingar á bjór þar sem það eru öllum ljóst hversu gamaldags og úrelt þetta bann er, auk þess sem það er samkeppnishamlandi. En með afturhalds ríkisstjórn er ekki að furða að þeir herði frekar á banninu.

Nú er bjór auglýstur erlendis án þess að almenningi hafi orðið meint af, eining kallar þetta bann á meiri útúrsnúning á lögnum. 

Tökum Danmörku sem dæmi, þar var sett bann við því að sjónvarpsútsendingar yrðu rofnar með auglýsingum, eins og bæði stöð2 og Skjár 1 gera. Þetta varð til þess að sjónvarpsstöðvarnar fluttu yfir til Svíþjóðar senda þaðan til Danmerkur og ekkert er hægt að gera.

Þetta er kannski ágætis viðskipta tækifæri fyrir skjá 1, þeir gætu flutt útsendingargræjurnar til Svíþjóðar og þannig auglýst bjór í íslensku sjónvarpi án þess að neitt væri hægt að aðhafast, einnig gæti fréttablaðið farið í prentun í Bretlandi og þá er ekkert heldur hægt að gera við bjór auglýsingum. 

The Critic, 1.4.2011 kl. 10:27

5 identicon

Þetta auglýsingabann er rugl frá upphafi til enda. Hvað er unnið með þessu? Jú tekjur þeirra sem sjá um birtingar auglýsinga hér á landi minnka. Það er allt of sumt.

Í dag er fólk meira eða minna á internetinu og þar fær maður beint í æð auglýsingar um áfengi og tóbak í stórum stíl. Öll innflutt tímarit innihalda meira eða minna áfengis- og tóbaksauglýsingar.

Auglýsingabann á áfengi og tóbaki hér á landi er ekkert annað en að innlendum aðilum verður bannað að auglýsa þetta og hvernig það á að stuðla að bættri heilsugæslu hér á landi er mér bara algerlega fyrirmunað að skilja, þar sem maður hefur eftir sem áður aðgang að öllum þeim auglýsingum sem maður kærir sig um og getur þar að auki auðveldlega nálgast þetta allt. Eða eigum við kannski að fara aftur til bannáranna, það væri nú toppurinn á þessari sýndarmennsku sem einkennt hefur allt of mikið að lagasetningu undanfarinna mánaða.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 10:36

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Yfirleitt er máltækið "ekki er öll vitleysan eins".

Sá sem samdi þetta máltæki hafði ekki heyrt um Helferðastjórnina né heldur getað ímyndað sér þvílíka og aðra eins vitleysu.

Óskar Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 13:42

7 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já félagar það er gott að fleyri hafa sömu skoðun og ég á þessum málum en ég verð bara reyðari og reyðari vegna svona vitleysu og það var ekki hugmyndin að búa í einhverju gamaldags kómmónista landi en nú er Ísland að verða þannig ríki, því miður. Ég vona bara að landsmenn muni njóta þeirrar hamingju eftir næstu helgi eftir að við fellum þessa Icesave samninga sem er verið að þvinga upp á okkur að ríkisstjórnin hrökklist frá, það er hamingja ef við losnun úr þessum fjötrum. Í kjölfarið vildi ég sjá utanþingsstjórn vandaðra manna sem hafa góða rekstrarþekkingu og þekkingu til þess að nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt en hafa bein í nefinu til þess að framkvæma og þá verður Ísland komið í góð mál innan stutts tíma. 

Tryggvi Þórarinsson, 2.4.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband