Það er enn til skynsamt fólk í VG, gott mál. Jóhanna verður að gefa eftir, strax.

Ég er ánægður að sterk öfl innan VG skuli vilja fara varlega í breytingar á kvótakerfinu, auðvitað á að fara varlega enda skiptir engu máli hvort breytingar fari í gegn strax eða ári síðar í svona risamáli.

Nú á Jóhanna að gefa eftir og setjast niður með LÍÚ og ræða málin og komast að niðurstöðu til bráðabyrgða svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum til almennings. Síðan eiga að halda áfram viðræður um málin og finna alla galla og kosti breytinganna og niðurstaðan verði tekin samkvæmt því. Það er eins mesta fásinna sem ég heyrt á ævi minni að það sé verið að hugsa um þjóðaratkvæagreiðslu um kvótamálin, þvílíkt rugl. Hvað ætli séu mörg prósent þjóðarinnar sem veit á annað borð nokkuð um sjávarútveg og á hverju hann þrífst, gæti verið 5 til 10 % þjóðarinnar, á þannig mál heima hjá fólki sem veit ekkert um sjávarútvegs eða kvótamál? 


mbl.is Kvótakerfinu breytt í áföngum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já rétt hjá þér Tryggvi þjóðin veit ekkert í sinn haus og á ekki að vasast í því sem hún skilur ekki.

Eins og til dæmis Hruninu sem orsakaðist af marföldun lána tekin út gervi veð kvótanna

Eða að ekki megi veiða fiskinn í sjónum svo verðin á veðunum hrynji ekki í bönkunum 

Eða af hverju LÍÚ klíkan má ekki ráða hvort hér sé samið um þetta eða hitt. 

Eða hvort ekki megi hóta rétt kjörinni Ríkisstjórn ef lög eru ekki sniðin fyrir LÍÚ klíkuna 

Eða af hverju ekki séu leyfðar handfæra veiðar svo kvótverð haldist stöðugt 

Eða af hverju Vestfirðingar fá ekki að veiða þótt þeir séu í tveggja tíma stím frá auðugustu miðum landgrunnsins 

Eða með afskriftum sé þjóðin að borga undir auðmenn sem velta sér í vellystingum í erlendum stórborgum fyrir kvótapening

Nei þessi HEIMSKA  þjóð getur ekki kosið um að afnema svona flókið mál

Tennt fær menn til að mæla með Kvótanum Tryggvi "GRÆÐGI eða HEIMSKA" ekkert annað.

AFNEMA BER SPILLINGUNA OG KVÓTAKERFIÐ OG SETJA HÉR SÓKNARMARK. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 13:38

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þú ert nú kannski að miskilja mig dálítið mikið Ólafur minn því ég er fylgjandi breytingum á kerfinu í heild en það er bara ekki sama hvernig það er unnið. Við erum búin að hafa þessa stjórn í 2 ár og ekki eitt einasta mál hefur verið unnið þannig að þjóðarhagur sé af en það er það eina sem skiptir máli, það er fólkið í landinu en ekki einungis fjármálafyrirtækin eins og hefur berlega komið í ljós að ríkisstjórnin elskar fjármálafyrirtæki og vill allt fyrir þau gera.

Nú er tími til komin að stjórnin hlusti á almenning og forsvarsmenn atvinnurekstrar í landinu og ekkert kjaftæði með það.

Tryggvi Þórarinsson, 20.4.2011 kl. 18:18

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ólafur, Til að byrja með þá þartftu ekki kvóta til að meiga veiða fisk né heldur til að landa honum. Þú þarft kvóta ef þú ætlar að selja aflann. Helsta ástæða þess að ekki eigi að gefa frálsar handfæraveiðar er sú að þá er sjáfbærninn farinn og þá fæst lægra verð fyrir fiskinn á mörkuðum, hvort sem hann er veiddur í "frálsri handfæraveiðum" eða innan kvótakerfisinns

Ekki byrjar þetta vel hjá þér Ólafur, mæli eindreigið með því að þú kynnir þér kvótakerfið og ræðir svo við mig um kvótakerfið. 

Kvótakerfið er ekki fullkomið, ekki frekar en önnur mannanna verk en það er það besta sem er til. Einn af göllum kerfisinns er sá að ekki er gert ráð fyrir hjáafbla, því verða menn að taka hann með heim(fyrir sig og sína) henda aftur í sjóinn (sem er ólöglegt) eða taka með í löndunn og fá sekt fyrir. Mér finnst að það sem kvótinn nær ekki yfir ætti að fara sína leið(í sölu) og ríkið ætti að fá um 70% af sölunni og skipið 30% fyrir fyrirhöfnina og æti þetta ekki að vera kallað sekt heldur gjald

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.4.2011 kl. 18:24

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Fyrirgefðu að ég nota þennan vetvang Tryggvi þarf að svar þessari fyrirspurn. 

Brynjar lestu það sem ég skrifaði um GRÆÐGINA og HEIMSKUNNA. Ég sagði þetta í sjónvarpi 1998 í kosninga baráttu og nokkrir útgerða menn komu vaðandi inní fyrirtækið sem ég vann hjá til að láta reka mig þegar í stað. YOU KNOW MÁLFRELSI!

Hvað veist þú um kvótakerfið Brynjar? Hefur þú veitt í kvótakerfi? Hefur þú veitt í sóknarkerfi? 

Byrja þú að kynna þér kvótkerfið Brynjar þar sem enn fyllir þú seinni flokkinn í upptalningu minni. 

Þótt mér finnist þér ekki svara vert ætla ég að minnast á handfæraveiðarnar þar sem þú ert svo illa að þér. Handfæra fiskur er seldur í sérstökum deildum innan risa deli verslana í USA þar sem hann er ego friendly. Ekki útaf kvótakerfi heldur af því hann er tekinn af frjálsum einstaklingi sem á sína trillu og tekur sinn fisk sjálfur og hefur þar með uppruna vottorð. Handfæra veiðar verða alltaf sjálfbærar.

Veiðar eru alltaf sjálfbærar ef þær lúta stjórn. Hvort það er rússneskt kvótafyrirkomu lag eða íslenskt sóknarmark eru veiðarnar sjálfbærar. Hver sagði þér annað? 

Gera markaðirnir líka kröfur til þessa að útgerðin skuldseti þjóð sína í botn með veðsetnigu á úthlutuðum kvóta? Gerir markaðurinn líka kröfu um að afskriftirnar séu sjálfbærar og lendi á fólkinu í landinu. 

Brynjar finndu einhvern annan en mig til að rökræða um fiskveiðistjórnun. Í mínum augum ertu bara bullukollur SORRY

Höfnum sjálfbærum bullukollum og  AFNEMUM KVÓTANN OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK 

Ólafur Örn Jónsson, 21.4.2011 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband