Sjávarútvegsmálin á hilluna að svo stöddu og ná samningum strax.

Það er aumingjaríkisstjórn að verki hér á landi og hefur hún aumingjast áfram í tómri blindni í tvö ár og erum við með sama atvinnuleysi og þegar þessi stjórn tók við og enga atvinnustefnu, okurskatta, og hækkanir á öllum vígstöðum nema á bótum og launum almennings.

Þetta blessaða sjávarútvegsmál má bíða í eitt til tvö ár til þess að það sé hægt að fara leiðrétta kaupmátt fólks og fara að skapa atvinnu, það gerum við ekki með því að taka einhliða ákvarðanir varðandi okkur stæðstu útflutningsgrein. Ef þessi stjórn ætlar að láta gæluverkefni sín ganga enn einu sinni fyrir fólkinu í landinu þá má hún biðja fyrir sér ef hún fær landsmenn á austurvöll í verkfalli, það yrði styrjaldarástand sem stjórnin myndi aldrei standa af sér.


mbl.is Lokatilraun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Vilhjálmur telur að leysa eigi fyrst úr atvinnumálin.Hann nefnir aðallega sjávarútvegsmálin og hins vegar samgöngumálin.

Þá veltur maður því fyrir sér,hvað sjávarútvegsmálin(kvótamálin),hvað þau gera með með að auka atvinnu.Vilhjálmur segir að sjávarútvegurinn geta skapað mörg störf,vegna aukina fjárfestingar.Miðað við kvótann, liggur það ljóst,að ekki er þörf fyrir frekari fjárfestingar,þar sem að flotinn í dag getur sinnt veiðum á öllum kvótanum.Ekki er ætlun að auka atvinnu hjá sjómönnum,eða gefa öðrum til að komast í störf við sjómennsku.

Samgöngumálin.Hvaða aukning á störfum eru vegna vegalagnir.Nokkrir bílstjórar og ýtustjórar fá þar störf,og búið.Það bjargar ekki atvinnuleysinu.

Þannig má rekja burtu,orðflum Vilhjálms um stefnu  í atvinnumálum.

Hið eina sem hægt er að gera,er að auka persónuafslátt á sköttum.Þannig að almenningur hafi meira fjármagn á milli handana,sem skapar eyðslu,sem eykur störf,og ríkið fær þá peninga tilbaka í formi vörugjalda.

Ingvi Rúnar Einarsson, 28.4.2011 kl. 14:00

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Ingvi ég er sammála þér að skattalækkanir eru besta kjarabótin og tekjurnar til ríkisins eiga að koma í gegn um atvinnulífið en ekki á þann hátt sem er viðhafður í dag. Beinar launahækkanir þekkja íslendingar mjög vel og verðbólgudæmið sem því fylgir.

Það sem ég er að koma inn á er að það skiptir ekki öllu máli að liðka fyrir samningum með því að frysta þetta sjávarútvegsmál í einhvern tíma, ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að lúffa einhversstaðar á sinni svokölluðu velferðaleið.

Tryggvi Þórarinsson, 28.4.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband