Hvað með alla sem eru á móti, tilheyra þeir ekki þjóðinni?

Maðurinn er ekki í lagi miðað við að það er fjölmörg sveitarfélög að auglýsa um þessar mundir að þessi frumvörp séu þeim hreint og beint skaðleg, það er fjöldi sérfræðinga, ASÍ, og fjöldinn alllur af almenningi sem hringir inn á útvarpsstöðvarnar sem eru mjög mikið á móti þessum vinnubrögðum. Ég hef þjóðina með mér segir Jón, hvað þá með alla sem eru opinberlega á móti þessu rugli, eru það ekki líka Íslendingar og tilheyra þeir ekki þjóðinni eða hvað, Þvílíkt rugl í kallinum.
mbl.is „Við höfum þjóðina með okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega er það hafið yfir allan vafa að þetta kvótakerfi okkar er óvinsælasta hagstjórnartæki Íslandssögunnar.

Það er ósköp erfitt að sjá einhvern réttlætisvott í því að gefa lífsbjörg fjölda fólks til góðvina einhverra ráðherra.

Og að þessar breytingar muni rústa útgerð á Íslandi er einfaldlega lygi sem venjulega er síðasta hálmstrá þeirra sem hafa vondan málstað að verja. 

Verst er hversu þetta stjórnkerfi Hafró hefur farið með fiskistofna okkar og efnahag þjóðarinnar.

En nú eru betri og bjartari tímar framundan!

Árni Gunnarsson, 7.6.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband