Þetta var alltaf vitað mál að verðbólgan færi af stað á ný.

Jæja þá er darraðadansinn hafin á nýjan leik og íbúðalán landsmanna fara hækkandi, verðlag mun fara hækkandi, kjarasamningar með beinum launahækkunum voru stór mistök, og verða þær launahækkanir uppétnar eftir 2 mánuði, olíuverð er allt og hátt og mun draga saman tekjur ríkissjóðs vegna minnkandi ferðalaga landans, ekkert gerist í atvinnumálum. Er þetta það sem kallast stjórnun á landi? Það eina sem gerist er að það er alltaf verið að setja ný lög og frumvörp fram um að hitt og þetta sé bannað, hvers konar vitleysa er í gangi hérna?
mbl.is Spá mestu verðbólgu í 10 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

afnemum verðtrygginguna og sjáum hvað verðbólgan lækkar við það, svo er það mér alveg óskilanlegt afhverju íbúðarverð hækkar meðan fólk er að missa íbúðirnar vegna útblásina lána , og það standa hér hundruði tómra íbúða . getur þú útskýrt þetta fyrir mér ?

GunniS, 21.6.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Vandamálið er að mínu viti einfaldlega það að íbúðarlán íslendinga eru orðin allt og há og lítið hefur verið gert til þess að fólk fái leiðréttingu vegna hrunsins og þá er ég að tala um að fólk fái leiðréttingu sem er raunhæf ca 40% lækkun til þess a staðan sé svipuð og fyrir hrun. Íbúðir seljast ekki vegna þess að almenningur á ekki fjármuni og það er nánast glapræði að taka verðtryggt lán á þessum tímum, spáin er að verðbólga verði komin upp í 4,2 % í lok þessa mánaðar og hún á bara eftir að hækka. Svo er það auðvitað hin hliðin á málinu að stjórnvöld völdu að rétta af bankana frekar en heimilin, það er allt komið á hreint að sú leið var valin.

Tryggvi Þórarinsson, 21.6.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Varðandi hvers vegna íbúðarverð hækkar er góð spurning sem erfitt er að svara og sennilega ekki hægt.

Tryggvi Þórarinsson, 21.6.2011 kl. 13:43

4 identicon

Vegna þess að ennþá er verið að hlusta á garnaspádeildir bankanna langar mig að benda á þetta viðtal hér. Nammið byrjar á 1:30

http://www.youtube.com/watch?v=WFKjOqGkaEE

Lalli (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:02

5 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Lalli, þú ert sennilega að fara inn á að ríkið getur komið okkur á hausinn á mjög skömmum tíma ef verðbólgan fer af stað, ég les það allavega út úr þessu myndbandi að það sama getur gerst eins og þegar hrunið varð en nú er það ríkið sem ekki varar sig í stað bankanna.

Tryggvi Þórarinsson, 21.6.2011 kl. 16:20

6 Smámynd: GunniS

mér sýnist einfaldlega að lögmál um eftirspurn og framboð sé ekki að virka á íslandi, eins og á eðlilegum markaði. 

hér stuttu eftir hrun er talað um hundruði tómra íbúða, heil hverfi sem  séu hálf kláruð. ég þekki þennan heim því ég

keyrði steypubíl til nóv 2008. svo, hvað varð um þessar íbúðir ? 

GunniS, 21.6.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband