12.1.2012 | 10:42
Öll félög leggi fram kröfu að vanefndastjórnin fari frá völdum.
Mér finnst persónulega ekki skynsamlegt að segja upp samningum en ef öll félög landsins sem komu að samningaborðinu leggja fram kröfu þess efnis að þessi ríkisstjórn fjármálafyrirtækja fari frá völdum strax og boðað verði til kosninga án tafar sé sterkasta leiðin. Ef stjórnin ætlar sér að sitja áfram þrátt fyrir að öll helstu verkalýðsfélög landsins hafi lagt til að hún færi frá völdum þá verða þessi félög að fara fram á að fjöldamótmæli fari fram á Austurvelli.
Ef þessi leið er farin þá er það allavega leið almennings og lýðræðis sem hefur nú ekki verið mikið um undanfarið, allar aðgerðir og leiðir sem farnar hafa verið eru á móti almenning og við það verður ekki unað lengur.
Verkalýðsfulltrúar, sýnið nú hvað í ykkur býr og stöðvið þessa stjórn vanefnda.
Íhuga uppsögn samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heyrnarlaus maður er ekkert líklegri til að heyra hvort sem æpa á hann 1, 10, 100 eða 1000
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.