Verið að rústa landsbyggðinni en hvar er verið að hagræða?

Það er alveg sama hvar er borið niður, alltaf skal landsbyggðin verða fyrir barðinu ef talað er um niðurskurð hjá hinu opinbera og svo má líka nefna stórhækkaðan flutningskostnað til landsbyggðarinnar sem er að veltast út í verðlagið, hvar eru þessar umtöluðu aðgerðir til flutningsjöfnuðar?

Það er víða á höfuðborgarsvæðinu sem má taka til og hagræða, ég vil nefna tildæmis Hagstofuna, hvar er hún til húsa, jú auðvitað í einni dýrustu götu landsins í Borgartúni en hvað er Hagstofan að gera í Borgartúni? Hvers vegna er hún ekki í ódýrara húsnæði? Vegagerðin, íbúðarlánasjóður, Ríkiskaup, Fasteignamat ríkisins og svona má lengi telja upp ríkisfyrirtæki sem eru með dýra staðsetningu miðað við þá starfssemi sem þar fer fram.
Ég myndi ætla að það mætti spara mikla fjármuni að taka aðeins til í þessum efnum en það má víða bera niður í dýrum ríkisrekstri á Íslandi, stjórnkerfið tekur bara ekki á vandanum, inn í kjarnanum sem er óþarft umfang ríkisrekstrar.
Ef tekið væri á þessum málum með festu þá þarf ekki ávallt að láta landsbyggðina verða verst úti vegna niðurskurðar. Það er tildæmis mun hagstæðari húsnæðiskostur fyrir margar ríkisstofnanir á landsbyggðinni frekar en á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Opinberum störfum fækkar á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekkert gefið að flutningur hagstofunnar skili tilteknum árangri.

Svo skil ég ekki rökin að það sér betra að gera t.d einstæða móðir sem vinnur í móttökunni hjá þjóðhagsstofnun atvinnulausa svo einhver á landsbyggðinni fái vinnu.

Gunnar Bragi ætti frekar að beyta sig fyrir því að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Stækka kökuna. Ekki berjast um minnkandi sneiðar.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband