Vitlausasta frumvarp sem lagt hefur verið fram í sögu landsins?

Það lítur þannig út að Steingrímur sé að setja enn eitt metið á alþingi, hann á lengstu ræður sögunnar í málþófi sem hann er svo á móti í dag. Hann hefur trúlega svikið flest kosningarloforð allra og nú leggur hann fram sjávarútvegsfrumvarp sem er alveg kolvitlaust og í raun bara landráð að leggja svona þvætting fram.
Við erum með eitt besta fiskveiðikerfi heimsins og framleiðum eitt besta hráefni sem fáanlegt er í heiminum og verðmæti aflans er gott.
Þetta er ávinningur af þeirri stefnu sem rekin hefur verið og veiðireynsla er það verðmætasta sem við eigum í þessi landi og óðs manns æði að rústa því sem áunnist hefur þjóðarinnar vegna.
Útgerð í landinu er að greiða mjög mikla fjármuni til ríkisins nú þegar svo ekki sé talað um öll þau störf sem hún skapar og öll þau þjónusta sem hún kaupir, þetta má bara ekki tala um virðist vera.
Nýliða umræðan er stórhættuleg og er hún einungis til þess að friða einhverja þingmenn sam hafa lofað að breyta einhverju, bara breyta, sama hvað það kostar.
Þetta frumvarp verður að draga til baka og byrja alveg upp á nýtt á nýjum forsendum og alveg lágmark að þeir þingmenn sem vilja breyta hlutum kynni sér þá mjög vel og viti hvað breytingar kosta og hvaða akkur er vegna breytinganna sem þeir boða. Það er lágmarkskrafa að þetta fólk sem starfar á launum frá okkur almenningi vinni sín störf faglega en ekki á þann hátt sem nú viðgengst á alþingi, ég á við alla þingmenn ekki einungis stjórnarþingmenn.
mbl.is Fantaleg samkeppnisskilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband