Sömu sorglegu vinnubrögðin áfram sem engu skila.

Það er alveg sama hvar ber niður, þessi stjórn hefur ekki geta unnið með hagsmunaðaðilum í neinni atvinnugrein landsins, ávallt einhver uppþot og óánægja sem á eftir að koma harkalega í bakið á landsmönnum fljótlega? Bara spurning um tíma. Ofurskattar hafa aldrei skilað auknum tekjum nema kannski fyrsta árið og síðan lækka tekjurnar mjög hratt þegar atvinnugreinarnar sem ráðist er á, fara að draga saman seglin með tilheyrandi auknu atvinnuleysi sem er þó nóg fyrir ef tekið er tillit til þeirra 10 til 15.000 manns sem hefur flutt úr landi til þess að fá vinnu.
Það er stutt til kosninga og þá verður sem betur fer hægt að breyta öllum áherslum varðandi skatta og atvinnulíf, stöðva þetta ESB rugl, og koma gjaldeyrismálum þjóðarinnar í lag áður en þjóðin fer á hausinn.

mbl.is Greiða engan virðisaukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Tryggvi, það hefur ekkert fyrir sér að tala um kosningar, það stenst ekkert sem lofað er og hrossakaupin bara halda áfram. Að henda út úr ráðuneytum með handafli er það eina sem dugar. Þetta úrræði er það sem stendur eftir þegar farið yfir feril síðustu ára. Að henda fólki út er það sem oftast heyrist í umræðum fólks úti á götu og á vinnustöðum í dag. Svona er það bara.

Eyjólfur Jónsson, 14.8.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Óskar

Hættið þessu ömurlega sjallavæli.  Þessi ríkisstjórn hefur komið okkur uppúr kreppunni sem sjallahyskið kom okkur í.  Þið ættuð að vera þakklátir fyrir það.

Óskar, 14.8.2012 kl. 16:18

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hu, hver er þessi sjalli? er það hús eða bárujárn?

Eyjólfur Jónsson, 15.8.2012 kl. 00:17

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þú getur bara sjálfur verið Sjálfstæðismaður Óskar og vertu ekki að bera það upp á fólk sem er það ekki og það hef ég aldrei verið.

Þessi ríkisstjórn á engan þátt í því að koma okkur upp úr kreppunni, akúrat engan, sú leið sem var farin er á þann veg að fókið er látið borga brúsann niður í rólegheitum með hækkandi sköttum ásamt ofursköttum á atvinnlífið og það eru ekki vinnubrögð til frama.

Hvað heldur þú að atvinnuleysi væri mikið ef þeir sem flúið hafa land byggju hérna ennþá, það er talið að það séu um 10.000 manns í Noregi einum saman, hvað segir þetta um minna atvinnuleysi, allt saman lygi.

Nú er að koma að þeim punkti að yfirskattlagðar atvinnugreinar fara að segja upp fólki, Flugfélagið Ernir var að segja upp 10 manns vegna skattlagningar og síðan kemur ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og svo koll af kolli. Skrifaðu mér um gagnsemi aðgerða ríkisstjórnarinnar þegar þetta er orðið að veruleika.

Tryggvi Þórarinsson, 15.8.2012 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband