Staða evrunnar ógnar ESB, Hélt að hún ætti að bjarga Íslendingum :)

Enn einu sinni er maður að sjá veika stöðu evrunnar og þá áhættu sem íslendingar myndu taka með því að ganga í ESB og fórna sjálfstæði okkar til þess að taka upp aðra krónu sem heitir evra.

Förum nú að snúa okkur að alvörunni, hættum  þessu ESB rugli og tökum upp annan gjaldmiðil td dollar og byggjum þjóðina upp á nýjan leik. 


mbl.is Hátt gengi evrunnar ógnar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvað þú kallar veika stöðu evrunnar. Síðustu 5 ár hefur hún hækkað um tæp 8% miðað við bandaríkjadal, krónan hefur á sama tíma fallið um rúm 93%.

Það er enginn gjaldmiðill gallalaus. Og marga gamla stjórnmálamenn Evrópu dreymir gamla tíma þegar þeir þurftu ekki annað en fella gengið til að redda málunum. En almenningur hefur ekki sýnt neina löngun til að hverfa aftur til þess tíma. Sú kvöð að þurfa nú að stunda ábyrga fjármálastjórn kemur illa við margan pólitíkusinn.

Marvi (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sæll, ef þú lest fréttina þá viðist svo vera að td. Japanir geti haft áhrif á stöðu evru og leikið sér með gengi hennar sem svipar til íslensku krónunnar þegar bankarnir leika sér með hana.

Tryggvi Þórarinsson, 6.2.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband