Lyklarnir á borðið, atvinnutækifæri og fl.

Samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda er búið að ákveða að fara svokallaða gjaldþrotaleið heimilanna með tilheyrandi áföllum fyrir þjóðarbúið en gott fólk við höfum því miður ekkert um þetta að segja og ekkert að gera annað en að skila inn lyklunum til félags og viðskiptaráðherra og biðja um sanngjarnan húsaleigusamning svo ekki þurfi að flytja. Það verður því miður bara að taka hlutunum eins og þeir eru og í þetta skiptið er ekki um efnahagslægð að ræða heldur stórkreppu sem stjórnvöld kunna ekki að bregðast við. Það að skila inn lyklunum er ekki eins auðvelt hér á landi og tildæmis í bandaríkjunum þar sem fólk var bara laust allra mála og laust við lánið ef ég hef skilið fréttir þaðan rétt. Þar sem ekki á að koma til móts við okkur fjölskyldufólk og veita raunverulega aðstoð er að skila inn lyklunum eina ráðið og þótt því fylgi allskonar óþægindi lögfræðilega séð, þá held ég að það sé mun skárri leið heldur en að vera að nota hvern aur í afborganir af eign sem er hvort eð er töpuð það er eins og að henda aurunum út í ruslatunnu. Þetta er það sem gerist á næstu vikum og mánuðum en stjórnvöld munu átta sig á þessu þegar það er orðið of seint eins og ávallt og ríkið mun allt í einu standa með þúsundir íbúða í höndunum og allt fer til, já ég veit eiginlega ekki hvert.

Þökk sé síðustu og núverandi ríksstjórn.

 Eitt besta blaðaviðtal sem ég hef lesið í gegn um árin er viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason í síðasta laugardagsblaði Fréttablaðsins, þetta er bara alveg nákvæmlega það sem hefur gerst hjá okkur sem fram kemur í þessu viðtali, orkan á útsölu, einræðisherrann í á íslandi var allt of mikill hagvöxtur, Landsvirkjun stendur mjög illa o.s.f.v. frábær lesning fyrir alla. Eftir þessa lesningu fór ég að hugsa út í atvinnuuppbyggingu á íslandi og þá dettur manni í hug atvinnustefna flokkanna eins og við viljum skapa 20.000 störf, við viljum búa til 6.000 störf, byggjum upp nýja atvinnustarfssemi og þannig bull sem skiptir okkur engu máli, ég vil tildæmis sjálfur búa til 25.000 ný störf í nýjum atvinnugreinum sem menga ekkert og nota nánast enga raforku en ég kemst ekkert áfram með það markmið nema að vinna markvissa áætlun á því hvernig störf á að skapa, hvað kostar það, hvað tekur það langan tíma, þetta er það sem vantar hjá öllum flokkum í dag að útlista nákvæmlega hver stefnann er og hvernig á að fylgja henni eftir. Ein tillaga sem þyrfti að útfæra, er skynsamlegt að fara strax í að kanna hvort það er hagkvæmt fyrir íslendinga að framleiða rafmagnsbíla og nota ál til þess að framleiða þá, sumir halda því fram að þetta sé gríðalega hagkvæmt fyrir íslendinga þegar búið er að reikna dæmið til enda, lítill innflutningur, mikið af vinnuafli þarf til, innlendur orkugjafi, útflutningsmöguleikar, er þetta ekki eitthvað til að skoða, nýjar leiðir.

Við kjósendur þurfum vandaðar og rökstuddar stefnuskrár sem geta gengið upp og þá getum kannski ákveðið hvað við viljum kjósa eins og ég hef áður komið inn á er mér persónulega alveg sama hvaða flokkur er við stjórn svo framarlega að hann vinni að uppbyggingu þjóðar okkar og skapi fólkinu viðunandi framfærslu með sanngjörnum húsnæðiskostnaði, sanngjörnu vöruverði, sanngjörnun vaxtakostnaði og fjölbreyttu og skapandi atvinnulífi en fyrsta skref er losa um hjá fólki til þess að það geti farið að kaupa þjónustu á nýjan leik, við það eitt skapast hundruðir starfa strax og peningar fara að streyma í ríkiskassann í formi launaskatta og virðisaukaskatts. Þessi þjóð á góða tíma framundan ef rétt er haldið á spilinum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Fólkið í landinu skilur vandan en hvernig stendur á því að alþingi sem á að vera þverskurður þjóðarinar skilur ekki vandamálið?

Offari, 14.4.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband