15.4.2009 | 08:47
Því miður, heimska ríkisstjórnar
Bubbi hefur svo sannarlega rétt fyrir sér og kom skýrt fram í sjónvarpinu í gær frá Katrínu Jakobsdóttur að hækkun skatta og lækkun launa sé framundan eins og það sé einhver leið. Hvenær í ósköpun ætlar þetta fólk á Alþingi að læra að reikna og koma með aðrar leiðir en þær sem farnar hafa verið hér undanfarin 50 ár með ömurlegum árangri.
Tökum dæmi sem nýjar leiðir en athugum að aðstæður fólks eru svo mismunandi að ekki er mögulegt að grein sér grein fyrir hver áhrifin yrðu en þau yrðu sjánleg og það er málið.
Ef fjölskylda er með lán sem yrði afskrifað um 2.000.000 króna, þessi sama fjölskylda er komin í greiðslujöfnun og er þar sem komin í þá stöðu að ráða við að greiða af lánum sínum og til viðbótar hafa skuldirnar lækkað um 2 miljónir, þessari fjölskyldu er örlítið létt þótt ástandið verði erfitt eitthvað áfram en henni er létt og leyfir sér kannski aðeins meira en annars hefði orðið. Svona væri hægt að ná til þúsundir fjölskyldna með einni aðgerð og hver yrðu áhrifin, jú þeir peningar sem voru notaðir í að afskrifa skuldir fara að skila sér í ríkiskassann með aukinni neyslu og aukinni atvinnu sem fylgir að sjálfsögðu í kjölfarið því aukin neysla kallar strax á aukinn starfsmannafjölda. Er ekki verið að tala um að búa til störf, þarna er tækifæri að búa til mjög mikið af störfum á mjög stuttum tíma, það er nefnilega ekki tapað fé að afskrifa hluta skulda fólks og síðan á eftir að reikna út miljarðasparnað sem myndast vegna þess að fólk heldur frekar íbúðum sínum í stað þess að Íbúðalánasjóður muni eiga um 1.000 íbúðir í sumarlok (munið þennan fjölda í haust) eftir þrot fólks. Ég hef áður talað fyrir þessu á bloggi mínu því þetta er mér hjartans mál að eitthvað sjánlegt verði að gert hér í landi. Ef það hefur farið fram hjá ríkisstjórninni okkar þá er krónan ekki sjáanleg lengur, komin langleiðina á botninn og verður lent á botninum eftir 20 prósent lækkun til viðbótar og þar verðum við trúlega með hana í langan tíma eða þar til við tökum upp annan gjaldmiðil, það er mín skoðun en þessu fylgja mikil tækifæri og þau verður að nýta úr því komið er. Við þurfum að fylla landið af erlendum ferðamönnum og selja þeim allt sem hægt er að selja þeim og við þurfum að koma af stað framleiðslu á ýmsum vörum sem við erum að flytja inn í dag og spara gjaldeyri og þarna getur ríkisstjórnin komið til aðstoðar.
Að lokum, við berjum þetta ástand af okkur fljótt og vel.
Bubbi er sleginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þurfti Bubba til að seigja okkur þetta??
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.