6.5.2009 | 09:28
Allt of lítill munur.
Það verður nú að segjast eins og er að þessar tölur valda mér miklum vonbrigðum og eru ótrúlegar miðað við þetta fáránlega ástand í þjóðfélaginu að vöruskiptajöfnuður skuli ekki vera nema 2,3 miljarðar í apríl okkur í hag samkvæmt bráðabirgðatölum. Nú væri gaman að heyra álit sérfræðinga hvernig á þessu stendur og hvers vegna munurinn er ekki meiri miðað við gríðarlega hagstætt gengi fyrir útflutning og neysla á innflutningsvörum hrunin til grunna? Við greiðum nú ekki mikið af skuldum okkar miðað við þessar upplýsingar. Eru það kannski gjaldeyrishöftin sem spila þarna eitthvað hlutverk?
Áfram afgangur af vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Já, sammála. Mikið væri gaman að fá fréttir um þetta í stað eintómra hrágagna frá Hagstofunni.
Jón Finnbogason, 6.5.2009 kl. 09:48
"Allt of lítill" meinarðu...?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:49
Sæll Jón
Ég sendi MBL erindi og óskaði eftir að þeir leituðu eftir skoðunum sérfræðinga vegna þessa, sjáum hvað setur.
Tryggvi Þórarinsson, 6.5.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.