Ein vitleysan enn, hvernig í ósköpum endar þetta?

Maður er bara að verða blogglaus (eða orðlaus) vegna stefnumála væntanlegrar ríkisstjórnar, það er allt að fara á hausinn í landinu og það á að fara að hreyfa við kvótakerfinu. Hvað er verið að hugsa þarna, það á að leggja inn aðildarumsókn í Upplausnarbandalagið (ESB) og í leiðinni á að byrja að innkalla kvóta en síðan þegar við fáum inngöngu þá verður búið að breyta kvótakerfinu í ESB og kerfið orðið framseljanlegt eins og það er á íslandi í dag. Þetta er allvega í umræðunni innan ESB að taka upp íslenska kerfið er það þá svo vitlaust eftir allt saman?

Ég held að Jóhanna viti ekkert hvað hún er að leika sér við með þessu og minnir þetta á ákvarðanir hennar þegar húsnæðislánakerfið hrundi á sínum tíma með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir fjölskyldna sem töpuðu öllu sínu. Ég er orðin skíthræddur við þetta allt saman eins og svo margir aðrir. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að laga kvótakerfið til en það er ekki rétti tíminn til þess núna, stjórnmálamenn hafa enga reynslu af veiðum.


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

já og ekki má gleyma enn einu snilldar úrræðinu sem nú er búið að ákveða: hækkun skatta og lækkun launa!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 6.5.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt að fólk skuli gera sig að öðrum eins fíflum opinberlega eins og Tryggvi og Margrét gera hér á síðunni. Þjóðin á kvótann ekki sægreifarnir þótt þeir hafi búið til fjársvikamyllu úr veiðiheimildum. Hækkun skatta og lækkun launa er þvaður í Margréti, það á að hækka skatta á hálaunaliðið og þá sem geta látið peningana vinna fyrir sig, þ.e. hækka fjármagnstekjuskatt og lækka heildarlaun þeirra hærra launuðu með því að draga úr yfirvinnugreiðslum og alls konar kaupaukum.

corvus corax, 6.5.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já svo ekki sé minnst á þá ótrúlegu ákvörðun, bara spurningin af hvaða höfuðstól á að innheimtu skatta, td. fjármagnstekjur en þær munu minnka mjög hratt og ég tala ekki um ef það verður mikil verðhjöðnun. Eignaskattar eru bara þjófnaður það vita allir. Tekjuskattshækkun er bara launalækkun.

Tryggvi Þórarinsson, 6.5.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

ef það á að lækka laun opinberra starfsmanna ætti þá ekki að byrja á ráðherrunum? Þeir hljóta þá líka að ætla að setja auka skatt á sig, enda hátekjufólk skv. þeim sjálfum. Með því að lækka laun ertu á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs, nær væri því að vinna í því að fjölga hér störfum, þá græðir ríkið tvöfalt, meiri skatttekjur og færri á bótum. Skattahækkanir eru og hafa alltaf verið vinnuletjandi og það er ekki alveg það sem við þurfum núna!

Corvus viltu í alvörunni hrekja það fólk sem er að borga hvað mest í kassann úr landi? 

Margrét Elín Arnarsdóttir, 6.5.2009 kl. 20:18

5 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Það kemur bara í ljós hver eru fíflin, hvað á þjóðin að gera við kvóta ef það eru engir aðilar með reynslu til að veiða hann og ef þú kannt að lesa þá sagði ég að það þyrfti kannski að laga kerfið til en þessi tímasetning getur orðið þjóðinni dýr. Umtalaðar skattahækkanir munu mjög litlu skila, sannaðu til. Sem betur fer hefur fólk misjafnar skoðanir ég segi nú ekki meira.

Tryggvi Þórarinsson, 6.5.2009 kl. 20:19

6 identicon

Þetta er greinilega mikill hræðsluáróður sem byggir á sérhagsmunagæslu fyrir kvótaeigendur.

Við munum halda áfram að veiða fiskinn þótt kvótinn verði innkallaður - störfin verða áfram til. Að halda öðru fram er fáviska. Það er ekki núverandi kvótakerfi sem bjó til störfin í sjávarútvegi!! Störfum í greininni hefur raunar fækkað m.a. vegna stöðugt minni veiði síðustu áratugi.

Að þora ekki að breyta úr núverandi ósanngjörnu og stöðnuðu kerfi lýsir mikilli hræðslu og minnimáttarkennd. Það er ekkert sem réttlætir núverandi misnotkun kvótaeigenda og úthlutun kvótans í upphafi. Það verður að breyta kerfinu frá grunni.

Babbitt (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:01

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það á ekkert að hreyfa við kvótakerfinu. Það er bara vitleysa. Það á að breyta því hvernig veiðiheimildum verður úthlutað.

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 23:45

8 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ósammála Babbitt, það er ekki um neinn hræðsluáróður að ræða í þessu máli, störfum fækkar með minnkandi kvóta en mjög margir eru með atvinnu í kerfinu eins og það er í dag. Ég mynni á að áður en kvótakerfið var tekið upp rúlluðu útgerðafélög á hausinn hvert á eftir öðru ár eftir ár og það stóð ekki steinn yfir steini í greininni. Alltaf að koma nýjir menn inn og öll veiðireynsla fór í rugl.

Kristbjörn er greinilega á minni skoðun, það má skoða úthlutanir kvótans.

Tryggvi Þórarinsson, 7.5.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband