Búum okkur undir stöðnun á gengi.

Jæja góðir íslendingar þá er nú að verða nokkuð ljóst samkvæmt fréttum undanfarinnar daga að það sem er fram undan hjá okkur er stöðnun á gengi, evran verður í kring um 170 krónur og það er nánast ekkert sem segir okkur að krónan muni styrkjast í nánustu framtíð.

Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir einfaldlega og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir að svona er þetta komið og því verður ekki breytt fyrr en eftir nokkur ár, öðrum orðum að allar vörur sem innfluttar eru verða dýrar og lúxusbílarnir og annar lúxus verður að víkja og við veljum okkur ódýrari bifreiðakost og margur óþarfinn verður settur til hliðar.

Þetta eru nú bara staðreyndirnar sem eru að verða ljósra og nú verðum við bara að sætta okkur við þetta ástand og spila úr því eftir bestu getu, það sem er alvarlegast við stöðuna er fólkið sem er með gengistryggðu lánin sem eru orðin svimandi há og þannig verða þau, ríkisstjórninni finnst að þannig eigi það að vera og engra aðgerða að vænta frá þeim bænum.

Það var auðvitað vitað að AGS myndi verða með puttana í öllum okkar aðgerðum og þar með vaxtaákvörðunum og þannig verður það og það verður slagur um hver lækkunin mun verða í júní og fróðlegt að sjá hvort Seðlabankinn mun hafa vinninginn og lækki vexti myndarlega eða hvort AGS sjái til þess að vextir lækki lítið.

En það er fyrir öllu að við almenningur gerum okkur grein fyrir þeirri þrónun sem framundan er og lifum samkvæmt því og þeir sem þurfa verða bara að leita allra leiða í þessum blessuðu hengingarólum stjórnarinnar sem boðið er upp á og bíða þar til heilbrigðari stjórn kemst að. Ég reyndar skil engan vegin hvers vegna Jóhanna myndaði ekki stjórn með Framsóknarflokknum og Borgarahreifingu þar sem hefði ríkt traust innan stjórnarinnar í stað glundroðans í dag.


mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég vildi að nú væru kosningar og fólk væri búið að sjá að þessi starfandi stjórn er gjörsamlega vanhæf,Steingrímur búinn að svíkja sína kjósendur varðandi ESB og Jóhanna hugsar númer 1,2 og 3 eingöngu um ESB.Ef þetta á að verða svona og AGS á að ráða hér náum við okkur aldrei upp aftur,það er vitað að AGS og ESB eru í miklum tengslum og númer 1 hjá þeim er að auðmenn haldi sínum peningum sama hvað það kostar fyrir þjóðina.Er ekki komin tími á aðra byltingu um vanahæfa ríkisstjórn áður en það verður of seint.Steingrímur vildi skila láni AGS fyrir kosningar en hvað nú? nú skiptir stóllinn meira máli en hagur þjóðarinnar.Ég vill byltingu og það strax,og ef hávaði fyrir utan alþingi dugir ekki svo þessir landráðamenn skilji okkur þá er bara að láta sverfa til stáls.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.5.2009 kl. 11:28

2 identicon

Ég hef sagt það áður og segi það enn, þessi stjórn er vanhæf til að stjórna. Hennar eina markmið var að ná völdum og til þess voru öll meðul notuð.

1 Framsókn var tekin á teppið af forsetanum

2 Farmsókn studdi þessa stjórn ti valda

3 Búsáhaldabyltingin var stjórnað af VG

4 Forsetinn samþykkti þessar aðgerðir

Allt var þetta gert í einum tilgangi, hann var sá að koma Davíð frá völdum.

Ekki var inni að bjarga heimilum og als ekki fyrirtækjum þar sem hatur ríkir í garð fyrirtækja einkum lítilla ehf fyrirtækja.

Þetta er ömurlegt að þjóðin skuli þurfa að horfa uppá svona endileysu, en Steigrímur segir nú að vandinn sé mjög mikill hann segir ekki hversu mikill, erþað til þess að geta skattlagt lýðinn eins og honum sýnist, hann hafði lausnir á hverjum fingri þegar hann var í stjórnar andstöðu. 

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband