Hækkun skatta, hvaða afleiðingar hefur sú aðgerð.

Nú er algerlega úrræðalaus ríkisstjórn að koma með tillögur að hækka skatta á áfengi, tóbak og olíu og hverju skilar það. Jú það skilar einhverjum peningum í ríkiskassann en aðgerðin mun auka skuldir almennings enn frekar með hækkun verðbólgu er ekki nóg komið af hækkun lána almennings. Ef hækka á skatta á þessar neysluvörur þá verður að breyta útreikningum neysluvísitölu til þess að koma í veg fyrir hækkun verðbólgu og það strax, ekki eftir að hækkunin hefur átt sér stað.

Nú vantar ríkinu peninga eins og öðrum í þessu þjóðfélagi og því komin tími til að ríkið fari að gera eitthvað sem getur aflað peninga, eins og að leiðrétta skuldir og koma verslun og þjónustu af stað í landinu en það gerist sjálfkrafa eftir leiðréttingu skulda og miljarðarnir fara að flæða í ríkiskassann í formi launaskatta og virðisauka, þetta er raunhæf leið sem er nauðsynlegt að fara í strax. Við eigum einnig að geta náð í ansi marga miljarða með fjölgun erlendra ferðamanna en til þess þarf að vinna markaðsátak og ná þeim til landsins.

Það er margt hægt að gera annað en hækka skatta á skuldsetta þjóð, það þarf bara að þora að fara nýjar leiðir.


mbl.is Auka tekjur og skera niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þjóðin gjaldþrota og við væntum, skattalækkana, kauphækkana og afskriftir skulda.

Finnur Bárðarson, 28.5.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sæll Finnur

Ég nefndi ekki skattalækkanir og ekki kauphækkanir en afskriftir skulda er leið til þess að sameina þjóðina á nýjan leik, það er allt að springa í þjóðfélaginu og það endar með ósköpum ef haldið er svona áfram. Ríkissjóður lagði 200 miljarða inn á peningamarkaðssjóði eftir hrunið til þess að bjarga fjármagnseigendum og ríkissjóður er að afskrifa mörg hundruð miljarða á hinum ýmsu stöðum þessa dagana en almenningur má eiga sig, þetta gengur einfaldlega ekki upp. Afskriftir lána almennings eru mjög fljótar að skila sér aftur en öðru máli gengnir með aðrar afskriftir.  

Tryggvi Þórarinsson, 28.5.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband