Óstjórnarpakk sem bruðlar með almannafé.

Já góðir landsmenn, það er búið að stofna enn eina nefndina og væntanlega fá nefndarmenn sín laun fyrir þá setu en mér er spurn er þetta fólk ekki allt saman ráðherrar sem starfa saman daglega við stjórn landsins, hvaða rugl er hérna í gangi.

Nefnd, já skoðum það, Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra sem hefur verið í mýflugumynd undanfarnar vikur í sínu starfi, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut síðan hann varð ráðherra og svo er það skattmann sem er að drepa okkur öll úr ofurskattheimtu sem á alls ekki eftir að skila meiru í ríkiskassann þegar uppi er staðið, það vita allir nema hann. Skattmann vinnur líka mjög vel að því markmiði að fjölga gjaldþrotum hjá fjölskyldum landsins með fáránlegum sköttum sem hækka allar skuldir landsmanna.

Hvenær í ósköpum ætlar þetta þetta ríkisstjórnarpakk að skilja að aðgerða er þörf strax og það er ekki nokkur þörf fyrir nefnd sem ekkert kemur út úr, þetta er algjörlega óskiljanleg ákvörðun.     

 


mbl.is Ráðherranefnd um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband