Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.4.2011 | 15:46
Sama tuggan mánuð eftir mánuð hjá Jóhönnu og ekkert gerist.
Ár hinna glötuðu tækifæra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2011 | 08:28
Ísland er þjóð sem lætur ekki troða á sér, verðum það áfram og höldum okkur við NEI.
Það eru ánægjulegar kannanir sem eru að birtast um þessar mundir þar sem Icesave er fellt í öllum könnunum og við höldum okkar lýðræðisrétti og sjálfstæði sem er frábær tilfinning. Við höfum ekki látið troða okkur niður hingað til og ætlum greinilega að halda því þannig, áfram Ísland.
Vandamál lífskjara þjóðarinnar sem er verið að reyna að nota sem hræðsluáróður á okkur í dag er ekki Icesave, það er ríkisstjórn Íslands sem er vandamálið, það eru einmitt stjórnvöld sem ekki þora að blása til sóknar og efla atvinnulíf á Íslandi. Þar sem engin úrræði eru til þess að auka tekjur ríkisins í gegn um atvinnulífið þá er bara ein leið til hjá deyjandi stjórn, hækka skatta.
54,8% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 11:39
Jæja Steingrímur, eru tekjurnar að skila sér?
Umferð dregst saman um 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 08:34
Plott stjórnvalda, SA og ASÍ til þess að kúga fólk.
Þetta segir allt sem segja þarf að vinnubrögð stjórnvalda hafa ekki verið okkur almenning í hag því stefnan hefur verið og er á fjármálafyrirtækjum (að endurbyggja upp allt of stórt bankakerfi) og það kemur niður á velferð fjölskyldna í landinu. Áherslan hefur ekki verið að byggja hérna upp, hvorki velferðakerfi, atvinnu né sanngjarnar leiðir á lánaleiðréttingum. Þetta er aðalvandinn.
Þetta nýjasta útspil Steingríms og Jóhönnu að fá SA og ASÍ til þess að gera tilraun að kúga fólk til þess að samþykkja ónýtan vaxtasamning (Icesave) er að leggjast eins lágt og hægt er enda þótti ég sjá einhvern óþokkasvip á hjúunum eftir samræður undanfarinna daga við þessa háu herra.
Við eigum þennan kost að fella Icesave sem er nauðsynlegt að mínu mati og vonandi verður það þá til þess að í framhaldinu hrökklist þetta landráðafólk frá völdum sem gerir þessa örvæntinga tilraun að kúga okkur eins og Bretar og Hollendingar eru að gera.
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 21:11
Þvílíkt rugl og vitleysa að Icesave skipti máli í kjarasamningum.
Það er alveg merkilegt að blanda Icesave inn í kjarasamninga sem gerir það einfaldlega að verkum að NEI sinnum á eftir að fjölga mjög og er það hið besta mál.
Að það skuli vera betra að skuldbinda þjóðina til þess að ná kjarasamningum er hneysa og er ekki nokkrum bjóðandi. Ég ætla að spá 75% felli samninginn.
Þarf að endurmeta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2011 | 10:52
Gremja Eyjamanna mjög svo skiljanleg, óþolandi ástand.
Þetta ævintýri er auðvitað alveg ótrúlegt dæmi og eftir að ég ræddi þessi hafnarmál við mann sem vel til þekkir til fjölda ára þá var þetta dauðadæmt alveg frá byrjun vegna sandburðs að landi og síðan bætist við sandurinn sem rennur til sjávar. Þar ofan á er svo oft rok í rassgatið á skipunun sem ætla að reyna að sigla inn í höfnina að stórhætta stafar að þegar rassgatið á döllunum hendist upp í loftið og þegar það skellur niður aftur þá er dallurinn komin í allt aðra stefnu. Það hlýtur að vera djöfulegt að sigla inn í höfnina við svona skilyrði.
Það er spurning hvort Árni Johnsen hafði ekki bara rétt fyrir sér að fara bara strax í að hanna göngin á milli lands og Eyja, það hafa allavega farið miklir fjármunir í lítið nema vandræði við þessa mislukkuðu hafnargerð. Það er samt umhugsunarefni með allan þennan hóp manna sem var alfarið á móti þessari framkvæmd, hvers vegna var ekki hlustað á þau rök sem fram komu á þeim tíma en öll hafa þau ræst í dag?
Því miður þá er nú Ögmundur ekki rétti maðurinn til þess að bregðast skjótt við og stórhætta af því að hann banni bara siglingar á milli lands og Eyja ef á eftir honum er ýtt ?
En auðvitað á að leyfa siglingar minni farþegaskipa á milli lands og Eyja ef veður leyfir.
Getum ekki staðið í logni og horft á höfnina lokaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það verður að segjast eins og er að ef maður segir já við Icesave þá er maður að leggja blessun sína yfir þann þjófnað sem hér á landi hefur orðið. Þú ert að segja að þú sért sáttur/sátt við stjórnun landsins á þessum tíma, þú ert bara ánægður/ánægð með fjármáleftirlitið, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og allt þetta fólk sem gerði upp á bak á þessum tíma. Við því að segja já ertu líka að samþykkja að fjármálaeftirlitið í Bretlandi og Hollandi hafi staðið sína vakt til sóma og allt satt og rétt sem frá þeim kom. Hryðjuverkalög breta ertu líka að samþykkja með þessu blessaða já sem landráðafólkið Steingrímur og Jóhannna vilja endilega fá til þess að þröngva okkur inn í ESB.
Það getur ekki verið að þú setjir já ef þú hugsar málið til hlýtar, viltu samþykkja ofangreint eða segja blákalt NEI og bíða þess að réttlætið sigri að lokum????
3.4.2011 | 16:56
Nei, nei og aftur nei, fyrir bjartari framtíð.
Hvetja félagsmenn til að kjósa já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2011 | 09:01
Nýtt Ísland eða gamla Ísland áfram.
Segir ríkisborgararétt ekki til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2011 | 09:45
Ég lýt á stjórnlagaþing sem brandara eins og það er framkvæmt.
Það á ekki af þessu volaða Alþingi að ganga hvernig í ósköpum því tekst að vinna hvert málið á eftir öðru á með þvílíkum þjösnaskap og óheiðareika að manni verður bara óglatt af þessu öllu saman. Ég er ánægður með bréf Salvar þar sem mín hugsun á þessu máli kemur skýrt fram en það má bæta við það að það voru fáir sem mættu á kjörstað og kusu til stjórnlagaþings í upphafi og þar með er ekki umboð meiri hluta þjóðarinnar til þess að sína þessu verki áhuga. Það hefur komið fram í þessari umræðu hvort tillögur stjórnlagaþings skuli fara beint í þjóðaratvæðagreiðslu þegar ráðið verður búið ljúka sínum störfum. Er það skynsamlegt eða ekki, munu 10 til 20% þjóðarinnar mæta í það skiptið tiil þess að kjósa um eittvað sem þessi ríkisstjórn mun síðan breyta, ég held að þessi stjórn sem sýnir mikla kommúnista og einræðistilburði muni aldrei hleypa þessu óbreyttu í gegn og verður þessum tillögum sópað í skúffuna og ekkert verður úr þessu annað en kostnaðurinn.
Þess vegna segi ég að þessu máli átti að ljúka eftir dóm hæstaréttar og bíða þar til alþingi væri í stakk búið að vinnna þetta mál að heilindum og samstöðu, þótt það hefðu liðið eitt til þrjú ár hefði það engu breitt nema kannski því að það hefðu verið unnið af alþingi öllu ásamt þjóðinni allri.
Veikt umboð stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |