Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
29.3.2011 | 10:21
Verðtryggðu lánin komin af stað á ný. Hvar eru mótmælaleiðtogarnir?
Það er ekkert nýtt að gerast á Íslandi í efnahagsstjórn, verðbólga lækkar og verðbólga hækkar, sömu skaðræðis vísitölurnar í gangi, krónan lækkar jafnt og þétt, það er engin peningastefna í gangi, það er engin atvinnustefna í gangi, við höfum ekkert fólk við stjórn landsins sem er rekstrarlega menntað, við erum með handónýtt alþingi sem mælist varla í trausti og ofan á allt saman þá erum við með ofurskattastefnu og það er enn verið að hugsa að hækka skatta. Þetta er stefna sem setti okkur í þessa stöðu sem við erum í dag og horfum á það eins og það er blákalt, sama hvoru megin þið ágætu lesendur eruð í pólítík (ég er hvoru megin í dag) þetta er niðurstaðan af svokallaðri norrænu velferðastjórn sem er orðatiltæki sem ég hef aldrei skilið, svipar til orðsins gegnsæi?
Það er verið að spá í að draga saman ríkisútgjöld í Bretlandi og það eru mörg hundruð þúsundir manna á götum úti að mótmæla en hér á Íslandi þar sem staðan er hundrað sinnum verri sitja allir heima og bíða eftir því að þjóðin fari í gjaldþrot í stað þess að standa upp og reka þessa stjórn frá völdum og fá utanþingsstjórn til valda hér, alla vega næsta árið til þess að koma einhverju í verk hér á landi. Icesave mun engu breyta, alveg sama hvort það verður fellt eða samþykkt, svo felum okkur ekki á bak við það. Nú vil ég sjá góðan leiðtoga teygja úr skrokknum og blása til alvöru mótmæla, því staðan er mörgum sinnum verri nú heldur en þegar síðustu mótæli voru haldin á Austuvelli en skiluðu engu því miður.
Verðbólga eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2011 | 16:53
Ég er ætla að huga að komandi kynslóðum og set því X við NEI.
Segja já við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér finnst frábært að sjá einstaklinga standa upp og segja við þessa háu herra og dömur á alþingi að nú sé nóg komið þegar þingið er farið að taka einhliða ákvarðanir á móti Hæstarétti. Ég vona bara að aðrir sem kosnir voru af sárafáum Íslendingum í sögufrægri kosningu taki í sama streng og fari fram á nýja kosningu og að krafa verði að 50% kosningabærra manna taki þá í henni svo hún sé lögleg, það er lýðræði. Ætlum við ekki annars að reyna að búa til nýtt og réttlátt Ísland?
Inga Lind: Til hamningju með þessa ákvörðun.
23.3.2011 | 13:06
Frábært að einkaframtakið er að vakna.
Milljarðasamningur um rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2011 | 11:45
Jæja þá er þínum tíma lokið Jóhanna.
Sakaði ráðherra árið 2004 um vankunnáttu á jafnréttislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2011 | 18:24
Tillaga um stjórnlagaráð er lögbrot og niðurlæging fyrir hæstarétt.
Styður ekki tillögu um stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2011 | 15:28
Skattar í OECD koma okkur ekki við, núverandi skattar eru að drepa íslensk fyrirtæki.
Tillögur um skuldamál 400 fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2011 | 10:28
Er ekki betra að VG stígi til hliðar, alþingi gæti notað Atla og Lilju.
Hvetja Atla til að stíga til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2011 | 17:13
Kjósum ekki gjaldþrot yfir þjóðina, fellum Icesave öll sem eitt.
Það eru að koma svo margar og góðar upplýsingar um þennan blessaða Icesave samning að það virðist vera fásinna að samþykkja hann eins og hann er og blasir þjóðargjaldþrot við eftir 3 til 4 ár vegna greiðsluþunga miðað við samninginn en síðan ef eða þegar krónan fellur næst þá er þetta endanlega búið. Það er enn verið að leyna okkur mikilvægum upplýsingum eins og sést á hegðum ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það var spurt um fyrstu greiðslu Icesave á næsta ári sem er 26 miljarðar og var spurt hvort þetta væri vaxtagreiðsla eða afborgun, 3 þingmenn voru spurðir og engin vissi svarið, er þetta eðlilegt?
Hvers vegna tóku Hollendingar og Bretar ekki tilboði því sem gert var 70 miljarða eingreiðslu og þrotabú Landsbankans til sín, já hvers vegna, ætli það sé vegna þess að þeir vilja blóðmjólka Íslendinga vegna vaxtagreiðslna næstu 20 árin eða svo, ætli það sé rétt?
Segjum Nei við Icesave.
Álver vantaði í upptalninguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |