Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
18.3.2011 | 10:09
Gjörsamlega ósamstærf stjórn, stöðvið alla kjarasamninga og utanþingsstjórn strax.
Nú finnst mér alveg nóg komið af óstjórn í landinu og nú ætlar sjórnin að koma fram með sjárútvegsfrumvarp án alls samráðs við fólkið í landinu, þessi aðferðafræði er ekki möguleg í þetta litlu landi og því tímabært að koma af stað byltingu og heimta fagmenn í allar ráðherrastöður og þessir fagmenn verða að starfa í að lágmarki eitt ár. Þann tíma geta blessuðu flokkarnir okkar farið yfir sín mál, klárað að hreinsa út það fólk sem á alls ekki heima á þingi lengur og búa til rökstuddar stefnuskrár sem verða kynntar fólki mjög vel og tímanlega fyrir næstu kosningar.
Þetta er leiðin út úr stöðnuninni sama hvað hver segir og nú að bara að framkvæma nýja hluti í nýju Íslandi en við búum greinilega ennþá í gamla Íslandi þrátt fyrir loforð um annað.
Mjög óttasleginn út af því sem er að koma fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2011 | 10:11
Byrjað að kjósa um Icesave án kynningar um kosti og galla?
Það er akúrat í anda þessarar ríkisstjórnar að gera ekki neitt og nú er komið að því að kjósa um Icesave samninginn án þess að ríkisstjórnin geri nokkurn skapaðan hlut í að kynna fyrir okkur um hvað er að ræða. Hræðsluáróður er ekki það sem við þurfum og hefur sýnt sig að höfnun á tveimur samningum hefur ekkert gert okkur illt hingað til og hvers vegna þá núna? Það sem er að í dag er aðgerðarleysi en ekki Icesave.
Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri raddir sem halda því fram að við ættum að fella samninginn því ef hann verði samþykktur þá fari ríkið í greiðsluþrot eftir nokkur ár og þá er nú ekki mikið sem við höfum út úr því að samþykkja samninginn annað en okkar eigið gjaldþrot. Margir halda því fram og telja að þetta mál þurfi að fara fyrir dómstóla því mjög margir lögfræðingar telja að við séum með sterka stöðu og gætum unnið þetta mál.
Eins og staðan er í dag þá hef ég breytt nýjustu skoðun minni úr Já í Nei og þannig verður mitt atkvæði nema til komi mjög sterk rök fyrir því að við lifum af að samþykkja samninginn. Ég ætla líka að bæta því við að almenna umræðan út á götu er að snúast upp í að segja nei og á þar stóran hlut ríkisstjórn Íslands sem hefur aldrei verið í tengingu við fólkið í landinu. Sem sagt Nei við Icesave hjá mér.
16.3.2011 | 09:57
Ekkert rætt um lækkun skatta í samningapakka við ríkisstjórnina?
Jóhanna telur upp verkefni sem allir vita að eru að fara að stað en þetta eru verkefni sem ríkisstjórnin á engan heiður af og á ekki að státa sig af heldur er beðið eftir að ríkisstjórnin komi af stað nýjum verkefnum fyrir utan þau sem eru að fara af stað, því 2.200 störf eru engan vegin nóg.
Til þess að bæta kjör fólks hér í landi verður að lækka tekjuskatta og færa skattleysismörk í 200.000 og sleppa öllum launahækkunun það er að mínu mati eina leiðin án þess að til komi verðbólga og verðlag hækki og éti upp allar launahækkanir á nokkrum mánuðum, þetta þekkjum við íslendingar best allra þjóða og því þá að fara sömu leiðina ef hún hefur alltaf misheppnast.
Síðan verður að taka orð Vilhjálms Egilssonar án þess að ég sé neitt sérstaklega hrifin að störfum hans til alvaralegra skoðunar þess efnis að ef erlend fjárfesting fer ekki að skila sér inn í landið þá dettum við í mikinn forapoll sem þjóðin getur orðið að busla í í langan tíma, vonum að svo fari ekki með tilheyrandi enn meiri skattahækkunum og auknum landflótta, nógur er hann fyrir.
Ganga á fund ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2011 | 14:48
Fyrsti Samfylkingarmaðurinn með viti er búin að gefa sig fram, vonandi koma fleyri úr skápnum.
Eigum að létta af ofursköttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2011 | 16:53
Steingrímur vill áfram eignaupptöku á 10 ára fresti, er þetta í lagi?
Hér á landi hefur eignaupptaka átt sér stað á 10 ára fresti þrisvar sinnum undanfarin 40 ár og síðan hrunið 2008, hvers vegna gerist þetta og hvers vegna er sama hverjir eru við stjórn þegar þetta gerist, vinstri, hægri eða miðjumenn? Það hlýtur að tengjast gjaldmiðli okkar sem hefur verið notaður sem skeinupappír fyrir alþingismenn hingað til. Verðbólga. verðtrygging og eignaupptaka er það sem verður hér áfram við lýði ef skoðun Steingríms fær að ráða.
Ég segi, hættum ESB umræðum og tökum upp dollar eða norska krónu einhliða eða tengjum okkur við annan þessara gjaldmiðla, það er ekkert vit í öðru. Evran er að hrynja svo það er ekki kostur.
Steingrímur vill byggja á krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2011 | 09:28
Katrín, lagasetningu strax á læstar landsleikjaútsendingar.
Telur RÚV hafa sýnt leikinn án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2011 | 17:35
Ólína þarf að leita lækninga við ofurskattaóráði.
Nóg komið af vitleysunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2011 | 17:04
Íslensku stelpurnar flottar, til hamingju.
Ísland í úrslit á Algarve mótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2011 | 13:15
Og enn er lokað klukkan 13.12.
Opnað fyrir skattframtöl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2011 | 08:49
Stórlækkun skatta er lykillinn úr kreppunni.
Nú koma menn fram og eru með alls kyns yfirlýsingar á ástandi sem þeir sköpuðu sjálfir, ekki fyrri ríkisstjórnir heldur núverandi ríkisstjórn (ég á við þróun mála undanfarið eitt og hálft ár) fátækt eykst hratt, landflótti eykst hratt, gjaldþrotahryna heimila er framundan, öryrkjar svelta og svona má lengi telja.
Í dag höfum við tvær leiðir til þes að eitthvað fari að gerast í þessu landi, stórlækka skatta til þess að auka ráðstöfunarfé fólks því ekki gengur að hækka laun vegna þess að sagan segir okkur að launahækkanir hækka ávallt verðbólgu og þar með skuldir okkar. Þegar ráðstöfunarfé fólks verður meira þá skapar það atvinnu vegna meira peningastreymis og ríkið fær meira í kassann vegna aukinnar veltu í þjóðfélaginu, þetta vita allir. Hin leiðin sem þarf að fara samhliða er að setja allan okkar kraft í að koma af stað stórum verkefnum af öllum toga sem skapa þúsundir starfa, það þarf kannski að ýta umhvefisráðherra til hliðar en það margborgar sig fyrir þjóðina. Þúsundir starfa gera það að verkum að ríkissjóður verður í góðum málum innan skamms vegna tekna frá atvinnulífinu.
Ef stjórnmálamenn halda því fram að Icesave sé alltaf fyrir okkur varðandi atvinnuuppbyggingu þá verða þeir að sannfæra okkur um að segja já í kosningunni.
Að koma okkur af stað er ekki svo flókið mál, það sem til þarf er viljinn og leggja til hliðar eldgamlar stórnunaraðferðir sem hvergi í heimunum hafa virkað. Það átti að verða til nýtt Ísland, byrjum þá á því að móta nýtt Ísland.
Ekki nóg að hækka bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |