Stórlækkun skatta er lykillinn úr kreppunni.

Nú koma menn fram og eru með alls kyns yfirlýsingar á ástandi sem þeir sköpuðu sjálfir, ekki fyrri ríkisstjórnir heldur núverandi ríkisstjórn (ég á við þróun mála undanfarið eitt og hálft ár) fátækt eykst hratt, landflótti eykst hratt, gjaldþrotahryna heimila er framundan, öryrkjar svelta og svona má lengi telja.

Í dag höfum við tvær leiðir til þes að eitthvað fari að gerast í þessu landi, stórlækka skatta til þess að auka ráðstöfunarfé fólks því ekki gengur að hækka laun vegna þess að sagan segir okkur að launahækkanir hækka ávallt verðbólgu og þar með skuldir okkar. Þegar ráðstöfunarfé fólks verður meira þá skapar það atvinnu vegna meira peningastreymis og ríkið fær meira í kassann vegna aukinnar veltu í þjóðfélaginu, þetta vita allir. Hin leiðin sem þarf að fara samhliða er að setja allan okkar kraft í að koma af stað stórum verkefnum af öllum toga sem skapa þúsundir starfa, það þarf kannski að ýta umhvefisráðherra til hliðar en það margborgar sig fyrir þjóðina. Þúsundir starfa gera það að verkum að ríkissjóður verður í góðum málum innan skamms vegna tekna frá atvinnulífinu.

Ef stjórnmálamenn halda því fram að Icesave sé alltaf fyrir okkur varðandi atvinnuuppbyggingu þá verða þeir að sannfæra okkur um að segja já í kosningunni.

Að koma okkur af stað er ekki svo flókið mál, það sem til þarf er viljinn og leggja til hliðar eldgamlar stórnunaraðferðir sem hvergi í heimunum hafa virkað. Það átti að verða til nýtt Ísland, byrjum þá á því að móta nýtt Ísland. 


mbl.is Ekki nóg að hækka bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband