Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þegar ný stjórn tekur við á miðju næsta ári verður það fyrsta verk hennar að breyta þessum lögum til baka og er þá ekki búið að eyða kröftum og peningum í eitthvað sem skiptir nákvæmlega engu máli?
Breytt stjórnarráð samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2012 | 09:08
Er Ísland á leiðinni í þrot? Allavega þarf að bretta upp ermar, strax.
Þegar maður tekur saman þann pakka sem á þjóðinni dynur þessar vikurnar hlýtur maður að spyrja sig hvort verið sé að leiða landið í þrot.
Það eru mörg mál sem ýta undir þennan slæma grun og ef við skoðum nokkur dæmi þá er þetta niðurstaða mín án þess að ræða sérstaklega hækkandi vexti og verðbólgu.
1:Virkjanir færðar í biðflokk eingöngu vegna þess að nokkrar manneskjur á alþingi vilja ekki virkja en virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það hefur og gríp ég hér inn í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem skýrsla Gamma sem unnin var fyrir ríkisstjórnina var kynnt og leyfi ég mér að vitna beint í greinina.
Samkvæmt matinu munu fjárfestingar í orkuframleiðslu og flutningi dragast saman um 120 milljarða króna á árabilinu 2012-2016 og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif munu dragast saman um 150 milljarða króna. Samtals verður því fjárfesting og afleidd áhrif um 270 milljörðum króna minni en ella á umræddu tímabili. Uppsafnaður hagvöxtur verður 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verður af u.þ.b. 5.000 ársverkum á þessu fjögurra ára tímabili.
2: Sjávarútvegur er settur undir hamarinn samkvæmt hörmulega illa unnu frumvarpi Steingríms en það á að reyna að þvinga þessu í gegn og síðan eiga síðari ríkisstjórnir taka við rústunum og koma sjávarútveginum í lag á ný. Það er nefnilega til önnur leið sem virkar, einfaldlega að setjast niður með mönnum og skoða málið á faglegum nótum og finna leið sem allir geta verið sáttir við. Ég hef það á tilfinningunni án þess að hafa unnið neitt til sjós að þarna sé verið að gera skelfileg mistök sem verða ekki aftur tekin.
3: Skuldavandi heimila eykst enn þrátt fyrir fjölda leiða sem ríkisstjórnin hefur verið að reyna án árangurs, vandinn eykst og það eru hundruðir eða þúsundir fjölskyldna á leið í gjaldþrot á næstunni. Þarna hafa verið gerð gríðalega mörg mistök að mínu mati.
4: Atvinnumál er bara ekki hægt að ræða því það er engin atvinnustefna til í landinu í dag og það eitt og sér gæti hrakið okkur í þrot því ríkissjóður hlýtur að fara tapa miklum tekjum þar sem minna og minna kemur frá atvinnulífinu og ég tala nú ekki um þegar ofangreind mál fara að bíta líka.
5: Fjárfestingu virðist vera haldið frá landinu þar sem hvert dæmið á eftir öðru virðist hrynja þrátt fyrir undirritaðar viljayfirlýsingar erlendra aðila sem hætta svo við að fjárfesta hér vegna þess einfaldlega að engin veit hvað gerist hér á landi í atvinnu eða skattamálum. Það er engin stefna til þess að örva erlenda fjárfestingu en ef einhver er ekki sammála mér og heldur öðru fram þá verð ég kannski að sætta mig við að það sé til stefna en þá er sú stefna bara ekki að virka og því óþörf.
Ég er hræddur um að við séum á hraðri leið á botninn ef ekki verður brett upp ermar, spítt í lófana og farið að vinna.
Launamunurinn mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2012 | 08:26
Aðgerðir verða kynntar seinna, kannast einhver við þetta.
Tilbúnir að styðja vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2012 | 22:23
Verða engar framkvæmdir á Íslandi fyrr en haustið 2013?
Ef menn telja að það sé í lagi að leggja þránd í götu sjávarútvegs á Íslandi ofan á allt annað sem á undan er gengið þá segi ég bara, Landsdómur bíður ykkar.
Skattgreiðendur verði ekki blekktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2012 | 12:14
Vitlausasta frumvarp sem lagt hefur verið fram í sögu landsins?
Við erum með eitt besta fiskveiðikerfi heimsins og framleiðum eitt besta hráefni sem fáanlegt er í heiminum og verðmæti aflans er gott.
Þetta er ávinningur af þeirri stefnu sem rekin hefur verið og veiðireynsla er það verðmætasta sem við eigum í þessi landi og óðs manns æði að rústa því sem áunnist hefur þjóðarinnar vegna.
Útgerð í landinu er að greiða mjög mikla fjármuni til ríkisins nú þegar svo ekki sé talað um öll þau störf sem hún skapar og öll þau þjónusta sem hún kaupir, þetta má bara ekki tala um virðist vera.
Nýliða umræðan er stórhættuleg og er hún einungis til þess að friða einhverja þingmenn sam hafa lofað að breyta einhverju, bara breyta, sama hvað það kostar.
Þetta frumvarp verður að draga til baka og byrja alveg upp á nýtt á nýjum forsendum og alveg lágmark að þeir þingmenn sem vilja breyta hlutum kynni sér þá mjög vel og viti hvað breytingar kosta og hvaða akkur er vegna breytinganna sem þeir boða. Það er lágmarkskrafa að þetta fólk sem starfar á launum frá okkur almenningi vinni sín störf faglega en ekki á þann hátt sem nú viðgengst á alþingi, ég á við alla þingmenn ekki einungis stjórnarþingmenn.
Fantaleg samkeppnisskilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2012 | 12:31
Skipun að ofan.
Sennilega til að niðurlægja hann ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2012 | 11:25
Er Redknapp að verða tæpur og kannski landsliðið efst í huga???
Þegar maður horfir á leik liðsins í dag miðað við fyrir áramót þá er eins og annað lið sé inn á vellinum, allavega ekki betra lið en Norwich í gær.
Eitt hefur vakið athygli mína hjá Redknapp og er ég þá að tala um liðsuppstillingar sem eru oft mjög furðulegar og hann virðist stundum telja sig hafa efni á því að venmeta andstæðingana og í staðinn ganga þeir á lagið og leggja okkur að velli. Sem dæmi úr leiknum í gær þá stillti hann grútmáttlausum King í miðvarðastöðu en maðurinn er greinilega ekki heill og er allur skakkur og þreyttur en þetta er gert á sama tíma og Gallas er búin að sína 3 mjög góða leiki í röð. Svo má nefna þessar róteringar í miðjum leik með Bale á milli kanta eins og með Lennon. Það er margt að hjá þessu liði í dag og er það bara mín skoðun að Harry Redknapp eigi að taka landsliðið og Tottenham að fá alvöru þjálfara sem heimtar árangur og skilar honum. Ég spái að Tottenham lendi í 6 til 7 sæti í deildinni en gætu rifið sig upp í bikarnum og unnið hann.
Redknapp: Þeir áttu þetta skilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er búið að tala um það í eitt til tvö ár að breita lögum þannig að Íbúðarlánasjóður geti leigt út eignir í meira mæli en gert er en eins og allt annað hjá þessari kommúnista ríkisstjórn þá gerist ekki neitt, ekkert.
Ég heyrði um daginn að það vantaði ca 1000 íbúðir á Reykjarvíkursvæðið og þarna standa íbúðir tómar sem eru í eigu fjármálastofnana og Íbúðarlánasjóðs og við almenningur greiðum allan kostnað við að halda þeim eignum í lagi, hita, rafmagn, vaxtakostnað, tryggingar, fasteignagjöld og fl. Það vita allir að allur svona kostnaður lendir alltaf að lokum á almenningi, þarf ekki að deila um það.
Það er vitað að markaðurinn virkar þannig að ef framboðið eykst hratt þá lækkar leigan og er það ekki akkúrat það sem þarf að gerast í dag að leiga verði eðlileg miðað við kaupmátt almennings? Það er að mínu mati með ráðum gert að halda þessum eignum auðum til þess að halda uppi leiguverðinu í stað þess að reikna dæmið til lengri tíma litið og þá myndu allir græða á þessu, almenningur, fjármálastofnanir og ríkiskassinn líka vegna þess að fólk hefði aðeins meiri pening til afnota sem færi í neyslu og vanskil húsaleigu yrðu miklu minni.
Þarf ekki svona einu sinni til tilbreytingar að hugsa um fólkið í landinu í fyrsta sæti?
7,6% lántaka í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2012 | 14:15
Samtök fólksins HH berjast áfram, eitthvað sem veitir bjartsýni.
Ég var einn að þeim sem skráði sig strax í Hagsmunasamtök heimilanna og þau urðu til, því með þessa ríkisstjórn er ekki von um neitt sem heitir réttlæti og því ættu allir landsmenn að skrá sig í samtökin og efla þau fjárhagslega með temmilegum árgjaldi, ég greiddi valfrjálsan seðil frá samtökunum að upphæð 1.500 kr sem er hverrar krónu virði miðað við tilgang samtakanna.
Koma svo, allir að skrá sig, það kostar ekki neitt.
Undirbúa lögsókn gegn verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |