Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Það er einfaldlega mín skoðun að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig óaðfinnanlega í embætti og að kjósa einhver annan óðs manns æði.
Þóra var mjög tvístígandi í kappræðunum á Stöð 2 hvort óvissuástand væri á Íslandi eða ekki.
Ég er 51 árs gamall og hef aldrei upplifað eins mikla óvissu á landinu eins og í dag. Óvissan er jafnvel það mikil að þjóðarhagur er í húfi og má þar nefna sem dæmi. ESB spreðið, rammaáætlun og kvótafrumvörpin allt eru þetta mál sem hafa skapað mikla togstreitu og óvissu hjá þjóðinni.
Við þessar aðstæður er því nauðsynlegt að hafa forseta sem hefur reynslu og er með bein í nefinu til þess að grípa inn í ef illa er að fara.
Þóra er virkilega góð sjónvarpskona og trúlega fremst á sínu sviði þar á bæ og snýr vonanandi aftur til fyrri starfa.
Kjósum Ólaf Ragnar Grímsson.
Hlutverkið stórt, bein völd lítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2012 | 10:10
Hvernig verður vöruskiptajöfnuður eftir að sjávarafurðir lækka í kjölfar frumvarpa.
Það er ekki nóg að tala um skattlagningu greinarinnar, það þarf að gera sér grein fyrir hvað liggur á bakvið of mikla skattlagningu. Kannski Steingrímur læri eitthvað á fundinum hjá Brim í hádeginu, það er ekki seinna vænna.
Það þýðir ekkert að skrifa einhvern óhróður á mig vegna minna skoðana, ég hef ekki mígið í saltan sjó né unnið við fisk en ég kann að lesa og fylgjast með sjávarútvegi og hef gert í langan tíma.
Vöruskiptin hagstæð um 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er sama hvað hver segir að það er tjón fyrir þjóðina að hafa þetta fólk við stjórn hér á landi, þetta er bara spurning um hvort þeim tekst að fullkomna tjónið og skilja svo eftir sig sviðna jörð.
Þar sem þetta fólk virðist ekki geta talað við fagfólk og kynnt sér rekstur þeirra greina sem á að ofurskattleggja þá veit það ekki hvaða afleiðingar þetta getur haft.
Fornleifafræðingar gagnrýna frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2012 | 13:55
Nú blasir nýtt hrun við okkur, kæru landar.
En við sem þjóð verðum að bæða fyrir hrun í sjávarútvegi og það mun koma illa við okkur öll.
Nýjar áherslur í atvinnumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2012 | 14:55
Samantekt á góðum verkum vinstri stjórnarinnar.
16.5.2012 | 10:32
Hárrétt að mínu mati, fólk þarf að kynna sér málið áður en það dæmir.
Ég er ekki og hef aldrei verið í sjávarútvegi en ég hef lesið mikið um sjávarútveg og veit nokkuð um rekstur svo ég get allavega sagt að ég hafi kynnt mér þessi mál svona almennt séð.
Það kostar mikla peninga að smíða skip og þegar um svona fjárfestingar er að ræða þá þarf að fjármagna stóran hlut smíðinnar með lánsfé, þannig er það og þannig verður það sama hvort á á byggja álver, þörungaverksmiðju, kísilverksmiðju, gagnaver eða hvað sem er. Sama hvaðan fjárfestingin kemur þá er það gott fyrir landann að einhver þori að fjárfesta í landi þar sem er engin stjórn er á einu né neinu nema skattahækkunum er afrek út af fyrir sig.
Ég er meðvitaður hvað sjávarútvegur skilar ótrúlega miklum fjárhæðum í ríkiskassann bæði í gegn um tekjuskatt, launaskatta, og kaup á þjónustu og vöru, þá virðisaukaskatti.
Við erum að tala um þá grein sem skilar langmestum fjárhæðum í kassann en samt vilja menn eins og Steingrímur fara umdeilda leið sem engin sátt er um í þjóðfélaginu að setja himinhá gjöld á greinina.
Ég hef þá skoðun að ef þetta frumvarp fer í gegn þá verði það til þess að verð og gæði sjávarafurða muni hrynja þegar hinir og þessir með enga reynslu í faginu verða komnir af stað og leiga sér kvóta og fara svo á hausinn innan skamms tíma og þá erum við komin svona 30 ár aftur í tímann þar sem enginn stöðugleiki verður í sjávarútvegi og tekjur rikissjóðs munu lækka til muna og hver er þá ávinningurinn?
Ef menn vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þá er verið að fara ranga leið að mínu mati, þar sem þekking almennings er mjög takmörkuð á þessu sviði og því veit fólk ekkert hvað er verið að kjósa um.
Ég bara skil ekki hvers vegna Steingrímur byrjaði ekki á því að heimsækja þessi fyrirtæki til þess að kynna sér starfssemi þeirra, tekjur, gjöld, hagnað, skuldir, verð afurða og hvaða tekjur ríkissjóður hefur af greininni í dag? o.s.f.v að þessu loknu hefði verið hægt að setja fram frumvarp sem sátt hefði kannski náðst um og greinin gæti starfað áfram við að halda okkur í fremstu röð.
Nýjasta skipið selt úr landi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég bloggaði nokkuð eftir hrun þess efnis að fólk ætti alls ekki að kaupa eigið húsnæði á landinu fyrr en það er komin peningastefna og vonandi nýr gjaldsmiðill í landinu því annars veit engin hvað gerist næstu mánuði. Nú er Seðlabankinn byrjaður enn á ný að nota þessa ævafornu aðferð að hækka vexti sem verður gert næstu mánuði án þes að það hafi nein áhrif í þjóðfélaginu það þekkjum við íslendingar njög vel. Við búin í stjórnlausu landi og því ber að varast að fara í fjárfestingar.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2012 | 15:30
Hreyfingin komin í flórinn með stjórnarflokkunum.
Hvernig dettur Hreyfingunni í hug að ríkisstjórnin fari allt í einu að gera eitthvað sem kemur almenningi vel eins og skuldaleiðréttingu, það er ekki á stefnuskrá Jóhönnu og Steingríms að fara í aðgerðir til skuldaleiðréttinga, þau gáfu sjálf út yfirlýsingu að nú væri búið að gera allt sem hægt er að gera í þeim málum og þar við situr. Það rétta hefði verið að Hreyfingin gæfi út yfirlýsingu þess efnis að hún myndi ekki verja ríkisstjórnina falli ef vantraust kæmi fram þá ætti hún séns í næstu kosningum að koma þingmönnum inn.
Þetta fólk veit greinilega ekki af því að 70 til 75% þjóðarinnar býður eftir að losna við sitjandi stjórn svo megi fara að byggja hérna upp á nýjan leik.
Munu verja ríkisstjórnina vantrausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2012 | 09:11
Ólafur er yfirburðamaður sem forseti.
Hvað þátt Jóhönnu varðar þarf nú ekki mörg orð og ætti hún að líta í eigin barm.
Þjóðin þarf ekki nýjan forseta á þessum erfiðu tímum því það eina sem við höfum til þess að verja hagsmuni almennings er sitjandi forseti
hr. Ólafur Ragnar Grímsson og er það skilda okkar að styðja hann áfram.
Vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2012 | 09:41
Þetta er of grænt fyrir VG.
Flytja inn 100 rafbíla í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |