Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
19.1.2010 | 09:29
Áfram talar Steingrímur okkar málstað niður.
Fólk hlýtur nú er vera búið að fá nóg af málflutningi Steingríms að hann vilji bara borga Icesave sama hvað það kostar, bara borga, borga og borga.
Nú finnst mér mál til komið að Steingrímur hætti alveg að koma fram í fjölmiðlum til þessa að veikja málstað okkar sem reyndar styrkist með hverjum deginum en að hafa fjármálaráðherra á ferðinni út um allt til þess að vinna á móti okkur gengur einfaldlega ekki upp. Stígð þú nú til hliðar Steingrímur og taktu Jóhönnu með þér td í gott frí til London í góðan vinahóp og látið fagfólk vinna að þessum málum og klára þau.
NPR fjallar um Icesave-deiluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 17:14
Öfugmæli, nú er umheimurinn að átta sig.
Það er undarlegt að heyra prest tala svona þegar það er stuðningur við íslendinga vex á undraverðum hraða og nú er umheimurinn að átta sig á hvaða kúgun á sér stað frá hendi breta og hollendinga, er presturinn á styrk frá Steingrími og Jóhönnu eða hvað?
Ég segi að mér varð ótrúlega létt er forsetinn hafnaði lögunum og í raun kom á óvart hvað tilfinningin varð sterk að finna að lýðræðið heldur og það bar á því að manni vöknaði augu og stolt barst fram í brjósti manns. Þetta stóra mál snýst ekki eingöngu um að klára málið og borga eins og ríkisstjórnin er að reyna að gera. Stóra spurningin er eins og efast er um út um allan heim í dag, eigum við að greiða svona mikið eða eigum við að greiða miklu minna eða eigum við ekki að greiða neitt, það er spurningarnar sem þarf að svara áður en gengið er til samninga við þessar þjóðir. Það er skilda okkar íslendinga að fella þennan samning til þess að halda stolti okkar á lofti sem einstaklingum ekki sem útrársavíkingar heldur sem þjóð. Fellum samninginn sameinuð sem þjóð.
Við erum líka týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 13:29
Svona er að hafa þjóðina ekki með sér.
Það hefur sýnt sig betur og betur að eftir því sem þjösnast er meira á fólki með því að leiðrétta ekki skuldir, hækka skatta fram úr hófi ásamt óbeinum sköttum (olía, áfengi, matvöru o.fl.) þá er ekki hægt að fara fram á að fólk fylgi þessari stefnu og þessa vegna er svona komið. Fólk skráði sig á listann fræga sem varð til þess að forsetinn tekur þessa ákvörðun sem var mjög eðlileg ákvörðun og við áttum okkur á því allt í einu að við búum ennþá í lýðræðisríki en margir voru farnir að óttast að svo væri ekki lengur þvílík hefur framkoma ríkisstjórnar gagnvart fólki í landinu verið, hrein og bein valdníðsla.
Góðir íslendingar, nú fellum við þennan samning með 80% atkvæða og förum að snúa okkur að uppbyggingu þjóðarinnar, það eru ekki stjórnmálamenn sem gera það fyrir okkur við verðum að taka völdin og byggja upp og með því að fella samninginn eru skilaboðin skýr, þetta er stefna sem við viljum ekki og nú er komin tími til þess að huga að fólkinu sem býr hér (ennþá).
Það er á valdi dómstóla að skera úr um kröfur breta og hellendinga á íslendinga.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2009 | 16:51
Glæpamál í vændum, Ice crime málið.
þetta grunaði mann alltaf að svona færi þegar menn eru pólítískt skipaðir til þess að taka að sér mál sem þeir eru alls ekki hæfir til að taka að sér og þetta vissi öll þjóðin en Steingrímur kaus þessa leið. Hvers vegna voru ekki færustu lögmenn þjóðarinnar fengnir til þess að reyna samninga í málinu, þetta er ekkert smámál sem hægt er að senda einhvern útbrunnin pólítíkus til þess að semja um. Nú skulum við fella þennan samning og láta reyna á dómstólaleiðina það er bara ekkert annað þjóðinni bjóðandi úr því sem komið er.
Að lokum, stjórnin segi af sér á stundinni aðgerða sinna á árinu vegna en hvort eitthvað betra getur tekið við veit engin því það er búið að stúta öllu sem mögulegt er að stúta.
Gleðilegt nýtt ár bloggarar.
Guðbjarti misboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2009 | 13:52
Heyrið þið þetta, hún er sátt við tapað mál.
Sátt við Icesave-niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2009 | 17:36
Halda áfram að draga úr atvinnutækifærum og skuldsetja þjóðinaÐ
Jæja það er einn maður í ríkisstjórninni sem hlustar á þjóðina sem kemur mér á óvart en á hann þakkir skildar fyrir það en nú er hann farin úr ráðherrastól en hitt liðið ætlar að halda sínu striki og láta valta yfir okkur í þessu icesave máli.
VG er líka mjög duglegur flokkur að stöðva framkvæmdir í landinu eins og landsmenn hafa orðið varir við en svona er þetta bara og svona hefur þessi flokkur alltaf verið, skattlagning og ekkert annað kemur til greina. Það er hneyksli að stjórnin skuli ekki hafa fallið á þingflokksfundi VG í dag.
Styðja áframhaldandi samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 20:20
Upp með buxurnar stjórn, engar icesave greiðslur, engan AGS hroka.
Já hún Jóhanna er söm við sig og vill klára að setja þjóðina í skuldaklafa til næstu 50 ára, það er allavega mín skoðun að þetta eigi eftir að vera okkur mjög dýrt ef þetta verður samþykkt endanlega eins og Jóhanna og Steingrímur vilja.
Hefur þetta lið ekkert skoðað málið frá því sjónarmiði að neyta að greiða þetta icesave rugl sem eru skuldir einkaaðila sem koma okkur almenning ekkert við ekki, erum við rukkuð beint ef hlutafélag fer á hausinn hér á landi en það var Landsbankinn, hlutafélag rekið af nokkrum aðilum sem ráku félagið á óábyrgan hátt og síðan eigum við almenningur að taka skuldirnar vegna þess að Gordon nokkur fer fram á það. Nei við verðum að haga okkur áfram eins og sjálfstæð þjóð sem við vorum en verðum ekki mikið lengur ef svona fer.
Er ekki í lagi að skoða málið alvarlega hvar við stöndum ef við rekum AGS í burt og stöðvum þar með gríðarlegar vaxtagreiðslur af láni þeirra til okkar og greiðum ekki icesave, náum við ekki að rétta okkur af mikið fyrr. Ef fólk hefur áhyggjur af því að þjóðir heimsins hætti að versla við okkur vegna þessa icesave máls þá held ég að það skipti ekki nokkru máli, við erum smáþjóð í venjulegum viðskiptum á heimsmælikvarða og það eru nægir viðskiptavinir út um allan heim sem vilja versla við okkur hef ég fulla trú á. Þó að Jóhann botni ekki neitt í neinu þá er ekkert að marka það, hún hefur sýnt það að hún er enginn leiðtogi, reyndar arfaslök sem forætisráðherra.
En ef þú ætlar að borga Jóhanna, þá skaltu senda Bakkavarabræður til Gordons og láta þá semja um hagstæðari vaxtakjör heldur en Svavar gerði.
Þarf niðurstöðu fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)