Færsluflokkur: Dægurmál
14.9.2009 | 09:53
Þjóðin þarf svör, aðgerðir, leiðtoga o.m.fl.
Alltaf verður maður meira og meira hissa á þeim vinnubrögðum sem viðgangast hérna á íslandi hvort það er á Alþingi, ráðuneytum, opinberum stofnunum og ekki sýst seðlabankanum, þessar stofnanir eiga það allar sameiginlegt að vera að stefna sem lengst frá almenningi og vilja helst ekkert fyrir hann gera. Stefnan er ávallt sú sama og ekkert nýtt gerist í landsmálunum og nú er það nýjasta að seðlabankinn ætlar að herða gjaldeyrishöft, hvers konar komma hugsun er þetta, nú er árið 2009 og svona er ekki peningamálasefna mótuð í heiminum í dag það vart gert fyrir mörgum áratugum síðan með mjög slæmum árangri. Gjaldeyrishöft leka alltaf, sama hvað þau eru hert, þau leka alltaf því alltaf er hægt að finna nýjar leiðir fram hjá þeim, takið eftir "nýjar leiðir" en það er einmitt það sem stjórnvaldsheimurinn á íslandi þarf að fara að huga að, ættu að dífa hausnum í vel kalda vatnsfötu til þess að vakna og gera sér grein fyrir því hvað er að gerast og síðan verður almenningur að smella blautum handklæðum á bera botninn á ráðamönnum til þess að þeir finni fyrir því í eigin raun að þjóðinni svíður vegna óráðsíu hér á landi.
Þjóðin þarf:
Þjóðin þarf á því að halda að farið sé út í annars konar aðferðir en reyndar hafa verið til þessa?
þjóðin þarf leiðtoga sem peppar hana upp í stað svartsýnisraus sem leiðir bara til hins verra.
Þjóðin þarf að fá rökskýringar hvers vegna þarf að fara skattahækkunarkunarleiðir með tilheyrandi hækkunum á lánum okkar?
þjóðin þarf að fá að vita hvers vegna tekjuöflunarleiðir eru ekki meira notaðar hér á landi okkur til bjargar? Ekki vantar efniviðinn hér á landi.
þjóðin þarf að vita hvers vegna ekki er hægt að skera mikið meira niður í ríkisbúskapnum, hann þandist nefnilega út um 70% á 10 árum og því hlýtur að vera gott svigrúm að bakka um nokkur ár í þeim búskap, það þarf ekki að ráðast á velferðakerfið heldur kostnaðarliði ýmissa opinberra stofnana sem ekki eiga rétt á sér lengur og eru þeir eflaust upp á tugi miljarða sem mega missa sín.
Þjóðin þarf svör við því hvers vegna lán allra landsmanna eru ekki leiðrétt um 20 til 25% en ekki eingöngu útvaldra eins og þegar hefur verið gert með framlagi til eigenda peningamarkaðsbréfa og stórskuldarar frá afskriftir? Svör eins og "höfum ekki efni á því" ekki tekin til greina, þessir fjármunir tapast hvort sem er,það vita allir í stjórnkerfinu, þetta er eingöngu spurning um útfærslu á að skipta niður á þjóðina tilvonandi töpuðu fé með leiðréttingu lána.
Þar sem það virðist vera mjög erfitt að fá svör við svona almennum spurningum upp á borðið þá verða fjölmiðlar að vinna markvisst og með meira grimmd að fá svörin upp á borðið, stjórnvöld mega ekki fá lengri tíma í sínum eigin hugarheimi, beitum þau meiri þrýstingi um aðgerðir og að rökstyðja mál sitt við þessu aðgerðarleysi sem hér á sér stað.
Ég óska hér með eftir grimmd í fréttamennskuna og skýr svör ráðamanna.
Eftirlit með gjaldeyri hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 10:28
Blokkið ykkur frá svokölluðu ástandi og öðlist betra líf.
Ég ákvað að byrja að blogga aðeins aftur eftir að hafa verið í hópi vinsælla bloggara á tímabili og þá var bloggað um þetta svokallaða ástand í þjóðfélaginu en síðan tók ég þá ákvörðun að hætta alfarið að blogga um þessi málefni því það hefur engan tilgang að koma skoðunum á framfæri ef ekki er hlustað á fólkið sem býr á þessu kraftmikla og fallega landi. Blogg mín voru mörg hver mjög neikvæð og stundum mjög afdráttarlaus og dómhörð en því miður má kannski segja, hafa orð mín ræst að miklu leiti og upp á það horfum við í dag.
Eftir að hafa hætt að blogga fór ég að hugsa um hvað það gaf mér að koma skoðunum á framfæri á þennan hátt og samtímis hugsaði ég um hvernig upplifun það er að tala við fólk og hlusta á fólk í svona neikvæðu umhverfi eins og ísland er í dag. Niðurstaðan var afdráttarlaus, það er ekkert vit í þessu og þessi neikvæðni er aðeins til þess að draga úr okkur þróttinn og auka vanlíðan.
Hugsið málið frekar þannig að það er fólk við stjórn sem er misvinsælt en einhver þarf að sinna þessum verkum sem stjórnvöld hafa á sinni könnu og síðan eru það þrýstihópar og ýmsir sérfræðingar sem koma skilaboðum til stjórnvalda hvort rétta leið sé verið að fara eða ekki. Það er sem sagt algjör óþarfi fyrir almenning að vera að velta sér upp úr þessu alla daga einungis til þess að valda sér enn meirum óþægindum andlega en fyrir eru.
Við erum öll vel upplýst um hver staðan er í dag og hvaða afleiðingar þetta hefur haft á margan landann og mun hafa næstu mánuði og er ég engin undantekning á því að það kreppir verulega vel að hjá manni en mér tókst að ná tökum á þessum endalausu hugsunum um ástandið í þjóðfélaginu og er ég sannfærður um að þúsundir íslendinga geta nokkuð auðveldlega fetað sömu spor ef eftir þeim er leitað og ætla ég að koma á framfæri minni aðferð hér í þessu bloggi og vonast til að þeir sem lesi þetta og hafa þörf fyrir að finna léttara líf skelli sér af stað og vinni í því markvisst og árangurinn skilar sér á undraverðum hraða. Endilega reynum að breyða aðeins út þessi orð og meiri jákvæðni, það skilar sér allt saman.
Það sem ég gerði einfaldlega var að ég hafði samband við Höfuðbeina og skjaldhyggjarjafnara sem er jafnfram menntaður heilari og pantaði tíma, markmið mitt var að losna við neikvæðnina úr hausnum og ná slökun af bestu gerð. Satt að segja þá hef ég farið nokkra meðferðartíma og í dag horfi ég björtum augum á daginn í dag en er ekkert að spá í það sem hefur gerst eða hvað á eftir að gerast enda hef ég engin áhrif á hvað gerist, það er annað fólk sem sér um það. Ég er reyndar allt annar maður og hugarfarið gjörbreitt og þetta er svo mikill munur að mikið þarf að gerast til þess að passa ekki upp á að viðhalda því sem hefur náðst, það er einfaldlega gert með því að stunda slökun af og til sem kostar ekki krónu en hleður mann upp á nokkrum mínútum. Hafa verður í huga að þegar farið er í svona breytingar þá verður maður að fara í þær með í huga að vilja láta margt flakka sem hugann hefur angrað því þessum breitingum fylgir tilfinningarót sem á stundum er dálítið erfitt að vinna úr en með hjálp réttra fagaðila kemstu yfir það á stuttum tíma.
Ég mæli sérstaklega með að lesa bókina (Mátturinn í NÚINU) eftir Eckhart Tolle, ef þú lest hana með það í huga að þú villt breyta lífi þínu til hins betra þá opnast nýr heimur sem þú átt eftir að láta þér líka vel við. Hugsaðu bókina og stundaðu æfingarnar, lestu hana aftur og þú sættist við þær skoðanir sem í henni koma fram. Gott er að ræða innihald bókarinnar við heilara eða þann meðferðaraðila sem þú velur þér.
Ég vil að lokum taka fram að þetta var mín leið en að sjálfsögðu eru til miklu fleiri leiðir sem geta komið fólki út úr neikvæðni og slæmri líðan eins og sálfræðingar, jóga, nudd og margt fleira sem í boði er, hver verður að finna sína leið en um að gera að fara af stað.
Vegni ykkur sem best kæru landsmenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 09:52
Gáfuleg jöklaferð eða þannig.
Bjargað af Vatnajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2009 | 11:56
Eignir brenna upp, allir á Austurvöll kl 13.00 í dag.
Þetta er allt rétt sem Björn Þorri er að tala um það vitum við öll en því miður þá er fólk sem veit þetta ekki næginlega vel og því verður að vekja það, því segi ég að allir sem hafa möguleika á að mæta á Austurvöll kl 13 og mótmæla.
Kannski að stjórnin falli bara áður en hún verður mynduð, nei, segi bara svona en getur ekki allt gerst á íslandi?
Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 08:02
Loksins, Eiður að fara í annað lið.
Eiður vill fara frá Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 12:04
Gæti breyst fljótt.
Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 10:38
Beið í 10 ár á fæðingardeildinni?
Þar sem ég hef mikið bloggað um stjórnmála og stjórnleysismál fannst mér komin tími á að slá á léttari strengi inn í bloggsamfélagið og kem hérna með stutta og sanna sögu af sjálfum mér.
Þannig var að fyrir mörgum árum síðan var eiginkona mín ólétt og allt gekk það vel fyrir sig og leið að því að fæðingin nálgaðist og gerðist það upp úr miðnætti að við skelltum okkur á fæðingardeild Landspítalans. Þetta hafði verið erfiður dagur hjá mér og var ég alveg óskaplega þreyttur og var ég hreinlega í vandræðum að halda mér vakandi. Konunni var komið fyrir á stofu og svo var bara að bíða eftir að hlutirnir gerðust. Á þessum tíma reykti ég og brá mér frá í reykherbergi sem þá var til staðar á sjúkrahúsinu og um það leiti sem ég er að koma að herberginu hitti ég hjúkrunarkonu sem spurði mig hvort ég vildi að hún færði mér kaffisopa og játti ég því að sjálfsögðu enda fínt að fá koffín til að halda sér vakandi. Hjúkrunarkonan kom með kaffisopann og datt mér í hug að spyrja hana hvað langur tími þyrfti að líða frá fæðingu þar til ég mætti heimsækja konuna og var ég trúlega að skipuleggja daginn eftir eða hvenær ég ætti að heimsækja konuna daginn eftir. Hjúkrunarkonan spurði mig þá spurningar sem hjóðaði svona, hvað er langt síðan konan fæddi, hún hefur trúlega ekki vitað hvort fæðing væri afstaðin eða ekki svo ég svaraði henni að það væru tíu ár síðan. Ég fékk ekkert svar við frá henni heldur heyrði ég bara hláturskast hennar út ganginn og skildi ekki neitt í neinu.
Málið var einfaldlega að það voru tíu ár síðan konan mín fæddi barn síðast og því fannst mér eðlilegast að svara hjúkkunni þannig en ég áttaði mig ekki á þessari uppákomu fyrr en daginn eftir þegar ég var orðin útsofin og hafði gaman að, sé mig alltaf fyrir mér á biðstofunni ár eftir ár að bíða eftir að fá að kíkja á konuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 10:10
Lyklarnir á borðið, atvinnutækifæri og fl.
Samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda er búið að ákveða að fara svokallaða gjaldþrotaleið heimilanna með tilheyrandi áföllum fyrir þjóðarbúið en gott fólk við höfum því miður ekkert um þetta að segja og ekkert að gera annað en að skila inn lyklunum til félags og viðskiptaráðherra og biðja um sanngjarnan húsaleigusamning svo ekki þurfi að flytja. Það verður því miður bara að taka hlutunum eins og þeir eru og í þetta skiptið er ekki um efnahagslægð að ræða heldur stórkreppu sem stjórnvöld kunna ekki að bregðast við. Það að skila inn lyklunum er ekki eins auðvelt hér á landi og tildæmis í bandaríkjunum þar sem fólk var bara laust allra mála og laust við lánið ef ég hef skilið fréttir þaðan rétt. Þar sem ekki á að koma til móts við okkur fjölskyldufólk og veita raunverulega aðstoð er að skila inn lyklunum eina ráðið og þótt því fylgi allskonar óþægindi lögfræðilega séð, þá held ég að það sé mun skárri leið heldur en að vera að nota hvern aur í afborganir af eign sem er hvort eð er töpuð það er eins og að henda aurunum út í ruslatunnu. Þetta er það sem gerist á næstu vikum og mánuðum en stjórnvöld munu átta sig á þessu þegar það er orðið of seint eins og ávallt og ríkið mun allt í einu standa með þúsundir íbúða í höndunum og allt fer til, já ég veit eiginlega ekki hvert.
Þökk sé síðustu og núverandi ríksstjórn.
Eitt besta blaðaviðtal sem ég hef lesið í gegn um árin er viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason í síðasta laugardagsblaði Fréttablaðsins, þetta er bara alveg nákvæmlega það sem hefur gerst hjá okkur sem fram kemur í þessu viðtali, orkan á útsölu, einræðisherrann í á íslandi var allt of mikill hagvöxtur, Landsvirkjun stendur mjög illa o.s.f.v. frábær lesning fyrir alla. Eftir þessa lesningu fór ég að hugsa út í atvinnuuppbyggingu á íslandi og þá dettur manni í hug atvinnustefna flokkanna eins og við viljum skapa 20.000 störf, við viljum búa til 6.000 störf, byggjum upp nýja atvinnustarfssemi og þannig bull sem skiptir okkur engu máli, ég vil tildæmis sjálfur búa til 25.000 ný störf í nýjum atvinnugreinum sem menga ekkert og nota nánast enga raforku en ég kemst ekkert áfram með það markmið nema að vinna markvissa áætlun á því hvernig störf á að skapa, hvað kostar það, hvað tekur það langan tíma, þetta er það sem vantar hjá öllum flokkum í dag að útlista nákvæmlega hver stefnann er og hvernig á að fylgja henni eftir. Ein tillaga sem þyrfti að útfæra, er skynsamlegt að fara strax í að kanna hvort það er hagkvæmt fyrir íslendinga að framleiða rafmagnsbíla og nota ál til þess að framleiða þá, sumir halda því fram að þetta sé gríðalega hagkvæmt fyrir íslendinga þegar búið er að reikna dæmið til enda, lítill innflutningur, mikið af vinnuafli þarf til, innlendur orkugjafi, útflutningsmöguleikar, er þetta ekki eitthvað til að skoða, nýjar leiðir.
Við kjósendur þurfum vandaðar og rökstuddar stefnuskrár sem geta gengið upp og þá getum kannski ákveðið hvað við viljum kjósa eins og ég hef áður komið inn á er mér persónulega alveg sama hvaða flokkur er við stjórn svo framarlega að hann vinni að uppbyggingu þjóðar okkar og skapi fólkinu viðunandi framfærslu með sanngjörnum húsnæðiskostnaði, sanngjörnu vöruverði, sanngjörnun vaxtakostnaði og fjölbreyttu og skapandi atvinnulífi en fyrsta skref er losa um hjá fólki til þess að það geti farið að kaupa þjónustu á nýjan leik, við það eitt skapast hundruðir starfa strax og peningar fara að streyma í ríkiskassann í formi launaskatta og virðisaukaskatts. Þessi þjóð á góða tíma framundan ef rétt er haldið á spilinum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 10:30
Nýjar staðreyndir, látum ekki kúga okkur til fátæktar.
Jæja góðir íslendingar.
Þá er það að koma betur í ljós sem margir hafa verið að ræða um á götuhorninu hvort við höfum einhver möguleika að greiða skuldir fyrir fyrrverandi bankamenn og afglopa stjórnmálamenn, erlendar skuldir sem þessir hópar stofnuðu til. Málið er svo alvarlegt að ég held að megin þorri þjóðirinnar muni ekki átta sig á þessu fyrr en við erum búin að kjósa einhverja samsuðu af fólki sem á margt þátt í hvernig komið er fyrir okkur. Eftir kosningarnar fáum við að heyra sannleikann hvað er framundan sem er annaðhvort haftastefna í gengismálum sem mun færa okkur lengst aftur í tímann með tilheyrandi fátækt og hin leiðin er haftaleysi í gengismálum sem hefur það í för með sér að krónan á eftir að falla um 30 til 50% með tilheyrandi fjöldagjaldþrotum vegna hækkandi erlendra skulda og síðan óðaverðbólgu í kjölfarið vegna hækkandi vöruverðs á innflutningi. Við erum komin í þá stöðu að það er sama hvernig er logið að okkur, málið er erfiðara en uppi hefur verið látið.
Eins og komið er hlýtur að vera betra fyrir okkur að neita að greiða allan þennan erlenda skuldapakka og hætta samskiptum við ALG og redda okkur sjálf út úr þessum vondu málum.Við fáum einhverjar þjóðir upp á móti okkur í einhvern tíma og það verður bara að hafa það, það er betra en að við endum sem alvarlega fátæk þjóð.
Að mínu mati er ekkert vit að vera að stofna til þingkosninga á svona tímum því ef það er eitthvað sem við þurfum að losna við næstu tvö árin eða svo er flokkakjaftæðið, það er ekki það sem við þurfum, það sem við þurfum er Þjóðstjórn með hæfa einstaklinga innanborðs og vinna málin með það í huga að hugsa um fólkið í landinu og gera því kleift að komast upp úr skítahrúgunni sem það fékk yfir sig frá óstjórnarmönnum.
Eina leiðin til þess að sýna að við erum búin að fá nóg á þessu sama flokkastappi eins og hér hefur alltaf verið er að skila auðu í næstu kosningum, nema einhver hafi rótækari leiðir og þá er bara að láta þeir heyrast. Ég hef ekki verið talsmaður þess að skila auðu til þessa en í þessu árferði og óstjórn er bara ekki annað í boði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)