Betri árangur við verðbólgu í Simbabve heldur en á Íslandi.

Já það var skynsamleg ákvörðun að taka upp dollarann í Simbabve verðbólgan dottin niður um miljónir prósenta á tveimur árum en íslendingar ætla að troða sér inn í Evrópusambandið og taka upp hnignandi evru.
mbl.is Verðbólgan í Simbabve aðeins 4,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Skallagrímsson

Bandaríkinn eru svo stórskuldug að við skulum bíða og sjá með þá

Egill Skallagrímsson, 23.8.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Það er Grikkland líka, Spánn og fleiri evrópuþjóðir.

Tryggvi Þórarinsson, 24.8.2010 kl. 08:35

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

þetta er nú full mikil einföldun hjá þér til að ég commenti ekki við þetta.

nr. 1. Efnahagsvandi Zimbabwe var tilkomin vegna heimatilbúins vanda. Helsta atvinnugrein landsins og sú sem aflaði mestra tekna fyrir þjóðarbúið var farið með í fyrrningarleið og endurúthlutun sem leiddi til matvælaskorts í mesta matvælaútfluttningsríki afríku.

nr. 2. stjórnvöld í gegnum Seðlabankalandsins prentuðu peninga og felldu síðan 9, 10 eða 12 núll aftan af gjaldmiðlinum þegar hann var orðin of hár. það var alla vega einu sinni og jafnvel tvisvar  sem slíkt var gert.

nr. 3. eftir að gjaldmiðillinn var orðin enskis virði, verðbólgan búinn að éta allt eigið fé, allan sparnað og í raun allt efnahagslíf landsins með tilheyrandi 90% atvinnuleysi, þá var eina ráðið sem stjórnvöld höfðu, að taka upp annað hvort USA Dollar eða Suður Afríska Randið. 

Ef þú ert til í að afskrifa allar eignir íslendinga og hafa endaskipti á atvinnu og atvinnuleysis tölunum, þá getum við farið sömuleið og Zimbabwe. 

Verðbólga er heima tilbúinn vandi. hvorki upptaka evru eða dollara mun breyta neinu varðandi grunn orsakir verðbólgu. 

Fannar frá Rifi, 25.8.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband