Framtíð þjóðarinnar í húfi ef stjórnin situr áfram.

Ég vona bara að þetta mæta fólk sem studdi ekki fjárlagafrumvarpið haldi sínu striki og kljúfi þennan landráðaflokk og stjórnin falli, þá erum við hólpin því engin kýs þetta VG á þing næstu 100 árin allavega.
mbl.is „Þetta verður góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Var ekki framtíð þjóðarinnar í húfi þegar þú varst að kjósa Sjálfstæðisflokkin á árunum 1991 til 2009 ?

Hvaða landráð ertu annars að tala um, maður minn ? Eða er þér bara tamt að tala um landráð þegar þú ert pirraður ?

Jóhannes Ragnarsson, 4.1.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sjálstæðisflokkinn, góður ég var nú Framsóknarmaður en er ópólítískur í dag þar sem þetta er allt sama tóbakið en málið er einfaldlega að málið snýst um að það þarf að hugsa um tekjur líka þegar er verið að stjórna landi. Við erum á heljarþröm vegna skattlagningar og tekjuleysis og það liigur alveg ljóst fyrir félagi. Kaust þú þetta landráð skattpíningar og óheiðarlegra vinnubragða eins og Steingrímur hefur hagað sér?

Tryggvi Þórarinsson, 4.1.2011 kl. 19:57

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég gerði mér strax fullkomlega grein fyrir að óhjákvæmilega myndu skattar hækka og kaupmáttur lækka í kjölfar hrunsins, en það eitt og sér fellur ekki undir landráð. Hafi landráð verið framin gerðist það fyrir hrun.

Ég er einn þeirra sem stóð að stofnun VG á sínum tíma og er flokksmaður þar. Hinsvegar kemur mér ekki til hugar að verja ýmsar gjörðir Steingríms J. og kem ekki til með að gera, svo óánægður er ég með framgöngu hans, bæði fyrir og eftir hrun.

Jóhannes Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband