Þversögn Jóhönnu, sýnir hvers konar heimska er í gangi í stjórnkerfinu.

Allt aðrar aðstæður voru árið 2006 og ríkiskassinn fullur af peningum segir forsætisráðherra, skoðum þetta aðeins betur. Árið 2006 hvatti Jóhanna ríkisstjórnina að lækka álögur á eldsneyti en þá átti fólk miklu meiri peninga enn samt var þörf á að lækka álögur á þeim tíma að hennar mati. Í dag 2011 á hinn almenni borgari litla sem enga peninga og ekki er þörf á að lækka álögur, þetta rugl í forsætisráðherra sýnir glögglega hvers konar stjórnendi er hér á ferð sem hefur ekki hundsvit á því sem hún er að gera. Hún segir að það þurfi að athuga hvaða áhrif hækkanir olíu hafi og hvort fólk hefur minnkað við sig akstur, enn og aftur er hún ekki með hvað hér er að gerast, það var einmitt frétt um daginn þess efnis að umferð hefur ekki verið eins lítil til fjölda ára skyldi það vera vegna eldsneytisverðs? Þingmenn verða sennilega að stofna nefnd númer 387 í tíð þessara stjórnar til þess að komast að því hvort fólk keyrir minna eftir morðhækkanir á eldsneyti. Ég kýs færri nefndir og lækkaðar álögur á olíu.
mbl.is Aðrar aðstæður nú en 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband