Þessi orð Jóhönnu eru þvættingur og geta aldrei staðist. Varist verðtryggð lán.

Það að halda því fram að launahækkanir sem þessar sem framundan eru muni ekki hækka verðbólgu meira en 0,5% eru algjör fásinna, hefur þessi manneskja ekki verið á þingi lengst allra sem á þingi sitja og veit hún ekki að við launahækknir sem þessar muni hækka verðbólgu mjög mikið.

Jóhanna veit þetta og hún veit líka að það er verið að fara leið sem aldrei hefur virkað, aldrei, verðbólgan étur þetta upp á augabragði og væri ég ekki hissa að sjá 15 til 20% verðbólgu um næstu áramót og hvað þá, æ,æ við fórum ekki rétta leið enn eina ferðina og lánin og allt fer til....... já þið vitið hvert íslendingar góðir.

Við lærum aldrei af neinum mistökum sama hvað við brennum okkur, áratugum saman, það er verið að fara leið þar sem ríkið fær 40% í sinn vasa af hækkununum, verslunin í landinu mun þurfa að segja upp einhverju af fólki vegna hækkandi launakostnaðar og mun vöruverð hækka töluvert næstu mánuðina hjá því verður ekki komist.

Nú er ríkisstjórnin komin í þá stöðu að hafa mistekist hrappalega í að koma atvinnulífinu af stað og því þorir hún ekki að taka betur þátt í að gera kjarasamninga sem ganga út á það að hækka kaupmáttinn í gegn um skattakerfið, olíuna, vörugjöld og fl. Þess í stað á atvinnulífið að auka kostnað sinn gríðarlega og nú skulum við sjá hvernig fer. Í fréttum eigum við eftir að sjá eftirfarandi setningu "verðbólga hækkar" aftur og aftur.

Alþingismenn verða að fara læra af reynslunni en ekki veit ég hvernig í ósköpum það er hægt að kenna þeim.

Ég segi það hér og nú og ekki gleyma þvi, varist að taka verðtryggð lán.

Ég er ekkert svartsýnn á framtíð Íslands og er viss um að Ísland á eftir að verða mjög vel statt land í náinni framtíð en með þessa afturhaldsstjórn í stólunum gerist harla lítið og því nauðsynlegt að almenningur varist að taka lán við núverandi aðstæður.


mbl.is Samningar auka verðbólgu um 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er auðvelt fyrir ríkisstjórnina að koma með mótvægisaðgerð til að koma í veg fyrir hækkun verðbólgu vegna kjarasamninganna, einfaldlega að stórlækka skattheimtuna af eldsneyti og setja síðan verðlagsákvæði um eldsneytisverð.

corvus corax, 5.5.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég er sammála því en það verður að gera það. Olían ein og sér dugir þau skammt, það þarf frekari aðgerðir sem ekki eru í loftinu.

Tryggvi Þórarinsson, 5.5.2011 kl. 12:45

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

M.v. hvað verðtryggingin er að kosta okkur á hverju ári er 0,5% á verðbólguna minna virði en naflakusk.

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband