Tvö til þrjúhundruð miljarða afskrift Landsbankans framundan, skattfé okkar.

Það er alveg morgunljós sama hvað hver segir að ef þetta eru réttar fréttir að frumvarpið sem er unnið einhliða án samráðs við sjávarútveginn, fer á þennan veg þá erum við að horfa fram á afskriftir vegna sjávarútvegsfyrirtækja upp á tvö til þrúhundruð miljarða og það í ríkisbankanum sem ætti samkvæmt því að verða gjaldþrota. Er það virkilega ætlunin að fara svona í málið, stúta sjávarútvegsmálum og einum banka í leiðinni???

Það er alltaf verið að tala um að þjóðin sé svo samstíga að þessa leið eigi að fara en það er ekki þannig hjá þeim sem ég hef rætt þessi mál við sem eru alls ótengdir sjávarútvegi, þeir myndu allir kjósa gegn þessum breitingum og aðalega einhliða vinnubrögðum ríkisstjórnar.


mbl.is Sægreifarnir ekki í sáttahug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Afskriftir eru á móti fiskveiðiheimildum ef gjaldþrot útgerðarinnar á sér stað. Þessar skuldir útgerðar er ekki vegna sjávarútvegsins heldur gambl útgerðamannanna. Hver á að veiða stofninn? Að sjálfsögðu eru það útgerðamenn sem veiða hann. Því líkt rugl í þér maður.

Guðlaugur Hermannsson, 11.5.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þegar skuldahali útgerðarinnar var fluttur úr þrotabúi gömlu bankanna yfir í nýju bankanna, lá fyrir stefna ríkisstjórnarinnar að það ætti að fyrna kvótann. Þá hefur það væntanlega endurspeglast í verðmati á virði lánanna sem voru flutt yfir. Ef yfirfærslan gerðist án þess að fyrningin væri tekin með í reikninginn, verður það að teljast glæpsamlega vanræksla af hálfu samningamanna ríkisins sem sáu um málið.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.5.2011 kl. 23:56

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Bíðið rólegir félagar, þetta mun gerast.

Tryggvi Þórarinsson, 12.5.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband