Ekkert undarlegt við landflóttann og hann á eftir að aukast.

Fólk þarf ekkert að vera hissa þótt landflótti sé í hámarki þessi misserin á íslandi. Hér er bara sú staða að ekkert hefur gengið upp til þess að koma landinu upp úr kreppunni, ég hlusta ekki á neinar lygar lengur um hagvöxt og að allt sé á góðri leið hérna, hagvöxtur er vegna þess að fólk hefur verið að eyða sparnaði sínum og nú fer hann að klárast og hvað þá.

Það er verið að fara sömu fúlu leiðina hér eins og alltaf hefur verið, hækkanir, hækkanir og hækkanir sem fara út í verðlagið og hækkar lán landsmanna, sama leiðin og það segir okkur að hér hefur ekki orðið nein breyting, allt er við sama heygarðshornið. Spilling hefur aukist alveg gríðarlega eftir að þessi stjórn komst að og valdapólíkin er að tröllríða öllu um þessar mundir, það er ekki verið að hugsa um líðan þjóðarinnar, það er verið að hugsa um að halda í völd, sama hvað það kostar, völdum skal haldið.

Maður er búin að blogga svo mikið um þetta allt saman og hefur mikið af því sem maður var hræddur um að myndi gerast hér á landi því miður gerst og yfirgangur stjórnarinnar í garð almennings er loksins orðin gegnsær, okkur skal troðið inn í ESB sama þótt stór meirihluti þjóðarinnar sé á móti því og mun verða á móti því.


mbl.is Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband