Hreyfingin komin í flórinn með stjórnarflokkunum.

Jæja þessu átti ég ekki von á og nú er útilokað fyrir Hreyfinguna að ná inn neinum þingmanni í næstu kosningum, þvílíkur skandall.
Hvernig dettur Hreyfingunni í hug að ríkisstjórnin fari allt í einu að gera eitthvað sem kemur almenningi vel eins og skuldaleiðréttingu, það er ekki á stefnuskrá Jóhönnu og Steingríms að fara í aðgerðir til skuldaleiðréttinga, þau gáfu sjálf út yfirlýsingu að nú væri búið að gera allt sem hægt er að gera í þeim málum og þar við situr. Það rétta hefði verið að Hreyfingin gæfi út yfirlýsingu þess efnis að hún myndi ekki verja ríkisstjórnina falli ef vantraust kæmi fram þá ætti hún séns í næstu kosningum að koma þingmönnum inn.
Þetta fólk veit greinilega ekki af því að 70 til 75% þjóðarinnar býður eftir að losna við sitjandi stjórn svo megi fara að byggja hérna upp á nýjan leik.
mbl.is Munu verja ríkisstjórnina vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Á Hreyfingin að yfirgefa stefnumál sín bara til að fá fleiri atkvæði í næstu kosningum?

Það er í stefnuskrá Hreyfingarinnar að hún verði lögð niður þegar markmiðum hennar er náð, eða ljóst þykir að þeim verði ekki náð.

Það er hvergi markmið hjá Hreyfingunni að vinna að vinsældum og lýðskrumi.

Þú getur skoðað stefnuna hér Tryggvi: http://hreyfingin.is/stefnan.html

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2012 kl. 15:54

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Er það ekki ljóst að Hreyfingin nær ekki markmiðum sínum og því ætti bara að leggja hana niður strax svo að hægt sé að ganga til kosninga? Mér svo sem alveg sama hver eru stefnumál Hreyfingarinnar, ég er bara orðin mjög pirraður að hafa þessa hrikalegu óstjórn í landinu og þessa miklu óánægju landsmanna þegar pólitík er annars vegar. Ég þekki tildæmis engan persónulega sem styður þessa stjórn.

Tryggvi Þórarinsson, 14.5.2012 kl. 16:36

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það eru 32 sem styðja þessa ríkisstjórn, sem ég veit um, en ég þekki engan persónulega heldur, frekar en þú. Þó þekki ég alla þrjá þingmenn Hreyfingarinnar persónulega.

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2012 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband