Er að myndast nýr skuldahópur óverðtryggðra lána sem lendir kannski illa í því?

Við búum á Íslandi, landinu þar sem aldrei hefur verið stöðugleiki hvað fjármál varðar og því verðum við alltaf að vera viðbúin því að sama hvaða lán við tökum, þau munu hækka. Spurningin er bara hvað hækka þau mikið, hvað hækka vextirnir mikið ef um óverðtryggð lán er að ræða og hvað hækkar verðbólgan ef um verðtryggð lán er að ræða, svona er veruleikinn.
Ég bloggaði nokkuð eftir hrun þess efnis að fólk ætti alls ekki að kaupa eigið húsnæði á landinu fyrr en það er komin peningastefna og vonandi nýr gjaldsmiðill í landinu því annars veit engin hvað gerist næstu mánuði. Nú er Seðlabankinn byrjaður enn á ný að nota þessa ævafornu aðferð að hækka vexti sem verður gert næstu mánuði án þes að það hafi nein áhrif í þjóðfélaginu það þekkjum við íslendingar njög vel. Við búin í stjórnlausu landi og því ber að varast að fara í fjárfestingar.
mbl.is Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband