Nú er komið að því að Hægri grænir flokkur fólksins kynni lista sína fyrir kosningarnar í næsta mánuði og hef ég beðið spenntur eftir því að sjá hvaða fólk verður kynnt til þess að vinna eftir góðri og vandaðri stefnuskrá flokksins. Það er alveg á hreinu að þessi flokkur getur komið mjög á óvart þegar kosningarbaráttan fer á fullt.
Stefnumálin eru ákveðin og vel uppsett fyrir almenning að skilja, það er meira heldur en td.Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa fyrir hönd almennra borgara enda flokkurinn komin að hruni og hef ég mikla trú á að Hægri grænir geti tekið nokkuð fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og eitthvað frá Framsóknarflokknum og mörg atkvæði frá óákveðnum kjósendum.
Það er nú eins og þessu þjóðfélagi hefur verið stýrt hingað til þá hefur ekkert breyst, það er ávallt sami vítahringurinn sem við lendum í og þann vítahring þekkjum við öll og sjáum það vel á þróun verðbólgu þessar vikurnar. Það er mörg stór mál eins og peningastefna, verðbólga, verðtrygging, skuldaleiðréttingar, atvinnustefna, samningar við vogunarsjóðina og margt fleira framundan og ég bara trúi því ekki að fólk vilji ekki fá nýjan ferskan flokk með góð stefnumál með nýjum áherslum í stjórn landsins.
Yrði það ekki framför ef td Hægri grænir og Framsóknarflokkurinn næðu að mynda meirihluta stjórn? Ég nefni Framsóknarflokkinn vegna þess að hann hefur nánast endurnýjað allan sinn mannskap og er með margar góðar hugmyndir sem fara vel með stefnu Hægri grænna. Þarna er tækifæri sem Íslendingar verða að nýta sér til þess að fá nýjar áherslur fram í þjóðfélaginu, við eigum það svo sannarlega skilið. Ég set mitt X við G og verð stolltur af því.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.