Það styttist í mestu eignaupptöku frá upphafi.

Það er að líða að því að eignir fólks verði seldar í stórum stíl eins og ég hef sagt margoft áður en það hefur blasað við okkur að svona myndi fara því ekkert hefur verið gert til þess að forða því að fólk missi eigur sínar í hendur ríkisins. Það þýðir ekkert að tala um þær aðgerðir sem reyndar hafa verið hingað til, þær hafa ekki skilað þeim árangri sem landsmenn þurfa strax.

Enn einu sinni segi ég að 20% afskriftir á línuna strax og þá geta kannski mörg hundruð eða þúsundir fjölskyldna þraukað kreppuna og haldið sínum eignum en það munar miklu fyrir fjölskyldu sem skuldar 35 miljónir að fá leiðréttingu og skulda 28 miljónir það er möguleiki að þetta bjargist með afskriftarleiðinni en við getum ekki beðið lengur.

Það er ávallt svar Samfylkingar að við höfum ekki efni á því að afskrifa 20% á línuna en málið er svo barnalega einfalt, ef afskriftarleiðin er ekki farin strax þá tapast þessir fjármunir samt sem áður með fjöldagjaldþrotum fólks, höfum við efni á því?

ps. við höfðum efni á því að afskrifa 800 miljónir af Bjarna Ármannsyni?

 


mbl.is 128 fasteignir seldar á nauðungaruppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Tryggvi,

sökum þess hver ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar þegar kemur að málefnum heimilanna og þrjóskast við að leiðrétta lánin sem hækkað hafa úr öllu valdi vegna aðgerða bankanna.  Þá er ég hræddur um að 20% leiðrétting lána sé of lág, í dag þyrfti leiðréttingin (niðurfelling/afskriftir) að vera 25% hið minnsta, síðan þarf að gera enn betur fyrir þá sem eru í verulega slæmum málum.  Ég er sammála þér að ef ekkert verður gert til að koma til móts við heimilin og fyrirtækin í landinu, þá væri eins gott að taka negluna úr skipinu og láta það bar sökkva með manni og mús.

ps. með því að afskrifa 800 milljónir af skuldum Bjarna Ármannssonar (kannski er það allt sem hann skuldaði, ég veit það ekki) fáum við að sjá hverjir eru í uppáhaldi hjá stjórnvöldu, en almenningur kemst þar ekki á blað 

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.9.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband