4.9.2009 | 22:10
Er verið að jarða okkur ágætu landar?
Jæja, það kom að því að maður varð að blogga aðeins eftir langt og gott hlé en mér líður ágætlega eftir að hafa hætt að hlusta á fréttir í nokkurn tíma og líður ágætlega ennþá enda get ég ekkert gert við þessu ástandi sem er hér á landi en ég ætla samt aðeins að tjá mig í þetta skiptið.
Ég bloggaði mikið fyrir nokkru og kom með mínar skoðanir og það er gaman að skoða að nokkuð mikið hefur ræst að því sem ég hef haldið fram og segir það mér að það er verið að fara gömlu vinstri leiðirnar sem alltaf hafa verið farnar í þannig stjórn en aldrei skilað neinu nema hörmungum, hækka skatta, hækka gjöld, hækka skuldir almennings og hækka allt sem hægt er að hækka. Þetta eru ekki lausnir, þetta eykur vandann og þarf ekkert að fara nánar út á hvers vegna, það vita allir.
Þaðer núna að koma í ljós að tillaga framsóknarflokksins að leiðrétta allar skuldir niður um 20% var rétta leiðin og núna eru þessir svokölluðu stjórnarflokkar að reyna að finna nýjar leiðir til þess að þurfa ekki að fara leið framsóknarmanna en því miður allar aðrar leiðir munu leiða til uppþota í landinu, það er ekki hægt að mismuna fólki í lýðræðisríki og leiðrétt skuldir ákveðins hóps og skilja hina eftir, það lentu allir í þessu klúðri og allir sitja við sama borð, það er lýðræði. Tökum sem dæmi, ef ákveðin hópur sem er í mestu vandræðunum er tekinn til hliðar og af honum eru afskrifaðar skuldir að einhverri prósentutölu, ok en hvað líða margir mánuðir áður en næsti hópur er komin á borðið? Nei, leiðir Gylfa eru ekki hlustunarverðar frekar en annað sem hann hefur gert í sinni ráðherratíð.
Ef svona heldur áfram hjá þessari stjórn þá verður of seint að snúa dæminu við og fara að spá betur í tekjuöflunarleiðir og veltuleiðir eða eins og að afskrifa 20% af fólki og fá fjármagn í umferð á nýjan leik og halda uppi atvinnu í landinu og stöðva landflóttann sem er þegar hafin, já mörg orð í stuttri setningu en svona er þetta bara. Ég tók eftir að Ögmundur er ekkert ægilega jákvæður að það eigi að fara að opna einkaspítala sem gæti skilað 10 miljörðum til þjóðarinnar á ári þegar heildarpakkinn er skoðaður, er þetta til fyrirmyndar er ekki einmitt þetta sem okkur vantar, að laða að okkur eitthvað erlendis frá sem skilar okkur tekjum?
Eftir þetta hlé sem ég tók að blogga þá er niðurstaða mín sú að Jóhanna og Steingímur hafa gjörsamlega brugðist þjóðinni eins og sjálfstæðismenn gerðu ásamt víkingunum frægu en í gjörbreittu þjóðfélagi þá er verið að fara hefðbundnar leiðir til þess að leisa vanda en það er ekkert hefðbundið vandamál í gangi því hýtur að þurfa að fara nýjar leiðir eða hvað finnst ykkur ágætu landar?
Fréttin um það sem flokkráð Vg lagði fram segir allt um vilja stjórnarinnar að taka á vandanum, ekkert er gert.
![]() |
Flokksráð VG vill afnám verðtryggingar sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 10:28
Blokkið ykkur frá svokölluðu ástandi og öðlist betra líf.
Ég ákvað að byrja að blogga aðeins aftur eftir að hafa verið í hópi vinsælla bloggara á tímabili og þá var bloggað um þetta svokallaða ástand í þjóðfélaginu en síðan tók ég þá ákvörðun að hætta alfarið að blogga um þessi málefni því það hefur engan tilgang að koma skoðunum á framfæri ef ekki er hlustað á fólkið sem býr á þessu kraftmikla og fallega landi. Blogg mín voru mörg hver mjög neikvæð og stundum mjög afdráttarlaus og dómhörð en því miður má kannski segja, hafa orð mín ræst að miklu leiti og upp á það horfum við í dag.
Eftir að hafa hætt að blogga fór ég að hugsa um hvað það gaf mér að koma skoðunum á framfæri á þennan hátt og samtímis hugsaði ég um hvernig upplifun það er að tala við fólk og hlusta á fólk í svona neikvæðu umhverfi eins og ísland er í dag. Niðurstaðan var afdráttarlaus, það er ekkert vit í þessu og þessi neikvæðni er aðeins til þess að draga úr okkur þróttinn og auka vanlíðan.
Hugsið málið frekar þannig að það er fólk við stjórn sem er misvinsælt en einhver þarf að sinna þessum verkum sem stjórnvöld hafa á sinni könnu og síðan eru það þrýstihópar og ýmsir sérfræðingar sem koma skilaboðum til stjórnvalda hvort rétta leið sé verið að fara eða ekki. Það er sem sagt algjör óþarfi fyrir almenning að vera að velta sér upp úr þessu alla daga einungis til þess að valda sér enn meirum óþægindum andlega en fyrir eru.
Við erum öll vel upplýst um hver staðan er í dag og hvaða afleiðingar þetta hefur haft á margan landann og mun hafa næstu mánuði og er ég engin undantekning á því að það kreppir verulega vel að hjá manni en mér tókst að ná tökum á þessum endalausu hugsunum um ástandið í þjóðfélaginu og er ég sannfærður um að þúsundir íslendinga geta nokkuð auðveldlega fetað sömu spor ef eftir þeim er leitað og ætla ég að koma á framfæri minni aðferð hér í þessu bloggi og vonast til að þeir sem lesi þetta og hafa þörf fyrir að finna léttara líf skelli sér af stað og vinni í því markvisst og árangurinn skilar sér á undraverðum hraða. Endilega reynum að breyða aðeins út þessi orð og meiri jákvæðni, það skilar sér allt saman.
Það sem ég gerði einfaldlega var að ég hafði samband við Höfuðbeina og skjaldhyggjarjafnara sem er jafnfram menntaður heilari og pantaði tíma, markmið mitt var að losna við neikvæðnina úr hausnum og ná slökun af bestu gerð. Satt að segja þá hef ég farið nokkra meðferðartíma og í dag horfi ég björtum augum á daginn í dag en er ekkert að spá í það sem hefur gerst eða hvað á eftir að gerast enda hef ég engin áhrif á hvað gerist, það er annað fólk sem sér um það. Ég er reyndar allt annar maður og hugarfarið gjörbreitt og þetta er svo mikill munur að mikið þarf að gerast til þess að passa ekki upp á að viðhalda því sem hefur náðst, það er einfaldlega gert með því að stunda slökun af og til sem kostar ekki krónu en hleður mann upp á nokkrum mínútum. Hafa verður í huga að þegar farið er í svona breytingar þá verður maður að fara í þær með í huga að vilja láta margt flakka sem hugann hefur angrað því þessum breitingum fylgir tilfinningarót sem á stundum er dálítið erfitt að vinna úr en með hjálp réttra fagaðila kemstu yfir það á stuttum tíma.
Ég mæli sérstaklega með að lesa bókina (Mátturinn í NÚINU) eftir Eckhart Tolle, ef þú lest hana með það í huga að þú villt breyta lífi þínu til hins betra þá opnast nýr heimur sem þú átt eftir að láta þér líka vel við. Hugsaðu bókina og stundaðu æfingarnar, lestu hana aftur og þú sættist við þær skoðanir sem í henni koma fram. Gott er að ræða innihald bókarinnar við heilara eða þann meðferðaraðila sem þú velur þér.
Ég vil að lokum taka fram að þetta var mín leið en að sjálfsögðu eru til miklu fleiri leiðir sem geta komið fólki út úr neikvæðni og slæmri líðan eins og sálfræðingar, jóga, nudd og margt fleira sem í boði er, hver verður að finna sína leið en um að gera að fara af stað.
Vegni ykkur sem best kæru landsmenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er enn einu sinni búið að sýna almenningi mannfyrirlitningu og hækka verðtryggðar skuldir fólks um 8 miljarða og skíturinn sem við fáum yfir okkur reglulega frá stjórnvöldum er orðinn svo mikill að hausinn er að fara á kaf og að lokum drukknum við þegar síðasta gusan kemur.
Þetta eru leiðir sem þessi stjórn valdi í stað þess að fara tekjuöflunarleiðir með því að koma veltu af stað í þjóðfélaginu, það heyrist varla lengur í ryðhrúgufrúnni sem ég hélt að væri formaður jafnaðarmanna en er þess í stað eins og starfandi Hitler að rústa heimilum í landinu.Þetta eru gamlar hefðbundnar aðferðir sem er verið að fara í dag sem hafa aldrei skilað neinu af viti fyrir þessa þjóð og því segi ég þessi stjórn er algjörlega ráðalaus og engar lausnir eru á borðinu til þess að forða því að fólk flytji héðan í mjög miklum mæli.
Nú er svo komið að ég er búin að fá nóg af þessu ömurlegu stjórnkerfi hérna, að sinni og mun ekki eyða einni mínútu til viðbótar að blogga um þetta alsherjarrugl. Það er ekki hlustað á fólkið í landinu og því algerlega óþarft að koma skoðunum sínum á framfæri eins og Sturla vörubílstjóri sagði, fólk lætur bjóða sér þetta í stað þess að standa upp og blása til byltingar og ná í gegn einhverjum tveim til þremur áríðandi málum sem snertir fólkið í landinu.
Ég hef bloggað mikið um stjórnmál og er bara nokkuð margt að rætast miðað við mínar spár og skoðanir og allt vegna þess að við höfum ekki næganlega hæft fólk í þessari stjórn til þess að vinna okkur úr vandanum en ég spáði kosningum í kring um áramótin næstu og ef þannig fer þá myndi ég gjarnan vilja sjá Framsóknarflokkinn ráðandi í stjórn ekki vegna þess að ég sé harður Framsóknamaður heldur hef ég trú að þar sér ungt og efnilegt fólk sem þorir að fara nýjar leiðir og myndi ég gjarnan vilja sjá Lilju Mósesdóttur fara yfir í Framsókn því þar eiga skoðanir hennar heima.
Ég þakka ykkur fjölmörgu sem hafa lesið blogg mitt og verið í samskiptum við mig og aldrei að vita að maður fari að blogga á nýjan leik með nýrri stjórn. Að lokum gangi ykkur sem best íslendingar góðir að vinna úr erfiðri stöðu heimila ykkar.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:48
Hækkun skatta, hvaða afleiðingar hefur sú aðgerð.
Nú er algerlega úrræðalaus ríkisstjórn að koma með tillögur að hækka skatta á áfengi, tóbak og olíu og hverju skilar það. Jú það skilar einhverjum peningum í ríkiskassann en aðgerðin mun auka skuldir almennings enn frekar með hækkun verðbólgu er ekki nóg komið af hækkun lána almennings. Ef hækka á skatta á þessar neysluvörur þá verður að breyta útreikningum neysluvísitölu til þess að koma í veg fyrir hækkun verðbólgu og það strax, ekki eftir að hækkunin hefur átt sér stað.
Nú vantar ríkinu peninga eins og öðrum í þessu þjóðfélagi og því komin tími til að ríkið fari að gera eitthvað sem getur aflað peninga, eins og að leiðrétta skuldir og koma verslun og þjónustu af stað í landinu en það gerist sjálfkrafa eftir leiðréttingu skulda og miljarðarnir fara að flæða í ríkiskassann í formi launaskatta og virðisauka, þetta er raunhæf leið sem er nauðsynlegt að fara í strax. Við eigum einnig að geta náð í ansi marga miljarða með fjölgun erlendra ferðamanna en til þess þarf að vinna markaðsátak og ná þeim til landsins.
Það er margt hægt að gera annað en hækka skatta á skuldsetta þjóð, það þarf bara að þora að fara nýjar leiðir.
![]() |
Auka tekjur og skera niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 17:34
Jóhanna á villubraut.
![]() |
Róttækar og erfiðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 17:26
Lilja er þingmaður með skoðanir fólksins.
Ég hef fylgst með áhuga á skoðunum Lilju Mósesdóttur og hefur hún komið verulega á óvart hvað hún er skörp og einhvernveginn langt á undan öllum öðrum þingmönnum í raunhæfum leiðum og aðgerðavilja. Þó ég sé ekki VG maður þá finnst mér mjög áhugavert að fylgjast með henni og það lyftir annarri brúninni að vita að það sé einn þingmaður með viti á þingi og með skoðanir sem almenningur reynir hvað eftir annað að koma að hjá stjórnendum landsins en án nokkurs árangurs. Í þessari frétt talat hún um að við ættum að afþakka ráðgjaöf AGS ef vextir lækki ekki verulega í júní, þetta er alveg hárrétt því þetta vaxtastig ásamt hræðilegri gengisvísitölu er allt lifandi að drepa.
![]() |
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 09:30
Þá er landflóttinn hafin og aðeins að byrja.
Nú er komið að því að fólk fer að flykkjast til útlanda til þess að komast í aðeins mannvænna samfélag en ísland erum þessar mundir, þó að það sé kreppa erlendis líka þá virðist fólk fá vinnu við hæfi og það er nú bara hið besta mál. Þetta fólk mun vonandi eiga sér betri framtíð en blasir við hér á klakanum eins og lægra vöruverð, lægri vextir og enga verðtryggingu, það er örugglega þess virði að losna við þau þjóðfélagsmein.
Það er búið að reyna að koma því í hausinn á stjórnmálamönnum hér á landi alveg frá hruni að mikill landflótti er eitt það versta sem getur gerst hjá okkur og eru færeyjingarnir á sama máli að það hafi verið það versta í síðustu kreppu þeirra og vöruðu þeir okkur við þessu fyrir stuttu síðan. Það sem hefur klikkað hérna er að það hefur ekki verið haldið utan um fjölskyldurnar á þeim forsendum að halda þeim á landinu, tildæmis með leiðréttingu skulda, í stað þess var farin sú leið að lengja sársukaferilinn hjá fólki með lengingu lána og þúsundir fjölskyldna munu lenda í þroti þó seinna verði með þessari aðferð, það eru takmörk fyrir því hvað fólk getur borgað mikið til lengri tíma litið.
Við skulum líka athuga að það er ekki nýtt fyrir okkur að eignaupptaka eigi sér stað á íslandi, þetta skeður á ca 10 ára fresti í gegn um vaxtaokur, verðtryggingu eða gengismál. Það er því fullt af rúmlega fertugu fólki sem er búið að upplifa tvisvar til þrisvar sinnum að lenda í eignaupptöku og þá er mælirinn líka orðin fullur og fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur.
Í ljósi þessa er mjög skiljalegt að fólk leiti á önnur mið því það er ekki spennandi framtíðarsýn sem stjórnvöld eru að byggja upp fyrir fjölskyldufólk hérna í dag. Ég vil óska þeim sem eru að yfirgefa landið velfarnaðar í nánustu framtíð.
![]() |
20 prósenta aukning á útflutningi búslóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 11:17
Hvers vegna ekki blóðprufur?
Mér finnst þetta sérkennileg bón frá landlækni að neita beri fólki um blóðprufu þótt það sé að fara í Detox meðferð, er það ekki bara mjög gott að fólk sé meðvitað um ástand sitt með því að fara í blóðprufu. Án þess að ég hafi neina reynslu af Detox þá er alveg fullt af fólki sem líkar þessi meðferð mjög vel eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, þar er einnig kennt heilbrigðara mataræði og að hugsa betur um líkamann sem ætti þá að skila sér sem sparnaður hjá ríkinu ef fólk er við betri heilsu og þarf því sýður að leita lækninga.
Það ætlar aldrei neitt að breitast hérna hjá okkur, það eru ávallt gömlu gildin í gangi í stað þess að efla forvarnir og fræðslu og styðja við einkaframtak sem er af því góðu heilsufarslega séð. Þetta er mál sem þarf að endurskoða og að sjálfsögðu á fólk að geta fengið blóðrannsókn ef það vill fylgjast með heilsufari sínu. Þessu er nákvæmlega eins komið varðandi tannheilsu barna, hvers vegna eru forvarnir ekki í hávegun hafðar þar, það þarf einfaldlega að kenna börnun að bursta tennurnar betur og ef það gengur ekki inn á heimilunum eins og raunin virðist því miður vera þá verður að kenna þeim það í skólanum, búið mál.
![]() |
Neita ber beiðnum um blóðprufur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 08:34
Er konan orðin snarklikkuð?
Ég er svo hissa á þessari orðleysu og vitleysu í forsætisráðherra okkar að maður eiginlega er orðlaus en samt ætla ég að reyna að setja nokkur orð á blað um mitt mat á Jóhönnu og samflokksmönnum.
Í fyrsta lagi talar hún um að þingmenn verði að vinna saman sem ein heild og virða skoðanir hvers annars, það byrjaði vel þegar Steingrímur talaði ofan í hugmyndir Jóhönnu varðandi draumalausnina ESB. Hvernig heldur Jóhanna að þingmenn geti unnið heilshugar saman þegar einungis eitt mál er á dagskrá hjá henni sjálfri en hundruðir mála hjá öðrum þingmönnum sem hún hlustar ekki á? Hún talar um að þjóna fólkinu, bíddu nú við, það hefur nú ekki átt sér stað enn að fólkinu sé þjónað, óskir fólksins eru einfaldlega hundsaðar.
Enn og aftur byrjar hún að tuða um að jafnaðarmenn sé stærsti flokkur landsins eins og allir séu ekki orðnir hundleiðir á þessari tuggu. Svo hélt ég að jafnaðarmenn ættu að hafa heimilin í landinu í forgangsröðinni en ekki aftast í vagninum.
Jóhanna talaði um að íslendingar ættu að stefna að því að vera leiðandi í sjávarútvegsstefnu ESB, nei nú gekk hún of langt að láta sér detta ú hug að smá eyja út á ballarhafi geti orðið leiðandi í ESB. Ef Jóhönnu finnst sjávarútvegskerfið okkar gott eins og það er í raun þó umdeilt sé, hvers vegna er hún þá að breita því með tilheyrandi upplausn í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar?
Hvað er að gerast td á Spáni, bullandi atvinnuleysi um 20% og mjög miklir efiðleikar, bretar standa frami fyrir gríðarlegum erfiðleikum ásamt írum og fleiri ESB þjóðir eru einnig í bullandi erfiðleikum og síðan talar Jóhanna um að allt sé svo gott við það að fara í ESB og nefnir þar á meðal kosti þess að búa við lægri vexti, losna við verðtryggingu o.s.f.v er ekki bara málið að peningamálastefna okkar hefur verið meingölluð í langan tíma og stjórnkerfið ekki unnið rétt úr málunum. Ég hef allavega trú á því að það sé mál dagsins og skoða hvort við getum ekki bara sjálf lækkað vexti og afnumið verðtrygginguna og byggt upp með skynsemina í huga en til þess verður að taka djarfar ákvarðanir og fylgja þeim eftir eins og að losa okkur undan AGS sem er greinilega að fara sínar óvinsælu leiðir á íslandi eins og þeir eru frægir fyrir.
Nú vil sjá Samfylkinguna fara að vinna með öllum flokkum að uppbyggingu landsins án þess að glápa á ESB sem einhverja töfralausn.
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 20:35
Hvernig endar þetta allt saman?
Að matvöruverð skuli hafa hækkað um 25% er nokkuð vel sloppið miðað við 100% gengisfall svo að við getum þakkað fyrir meðan hækkanir verða ekki meiri. Samt sem áður þýðir þetta að matvörureikningur 4 manna fjölskyldu hækkar um ca 25.000 á mánuði eða um 300.000 á ári. Það má reikna með að rekstur bifreiðar hafi hækkað um ca 35.000 á mánuði miðað við að sé verið að greiða af 3.000.000 kr láni eða um ca 420.000 á ári. Greiðslubyrgði á fjölskyldu sem er með ca 15 miljóna króna lán 50% erlent og 50% verðtryggt hefur hækkað um ca 140.000 á mánuði ef greitt er að því að fullu eða án lengri hengingaróla. Matur og bifreiðakostnaður hefur því hækkað um ca 700.000 á ári og greiðslubirgði miðað dæmi mitt um ca 1.400.000 samtals 2.100.000 eða 175.000 á mánuði og þetta er bara meðaldæmi, hjá fullt af fólki er staðan miklu verri. Þessar hækkanir eru fyrir utan 1% hækkun á tekjuskatti um áramót og hækkun á nánast allri þjónustu sem við erum að kaupa eins og rafmagn, síma, hitaveitu og fl.
Nú er verið að afskrifa hundruði miljarða af skuldum fyrirtækja og ríkið eignast hver fyrirtækið af öðru og stefnir þetta allt í sömu áttina, eða norður og niður. Að mínu mati er nánast um mannréttindabrot að ræða að skilja fjölskyldurnar eftir í skuldasúpunni eins og Hagsmunasamtök heimilanna eru að benda á í fjölmiðlum í dag. Það eru nefnilega ekki svo háar upphæðir sem um er að ræða að leiðrétta skuldir almennings á eðlilegt plan miðað við hvað gerst hefur, þá á ég við ekki háar upphæðir miðað við afskriftir fyrirtækja.
Nú kalla ég eftir lausnum frá ríkisstjórn, lausnum, ekki endalausar framlengingar á lánum eingöngu til þess að maka krókinn hjá lánastofnunum með hærri vaxtagjöldum, þetta gengur aldrei upp ef haldið er áfram á þessari leið því fjölskyldur þurfa líka að lifa. Það sem fer að gerast innan nokkurra mánaða í stórum stíl er að fólk gefst endanlega upp á íslandi og fer að leita sér að öðru landi til þess að búa í til frambúðar og ef það gengur ekki upp hjá fólki að fá vinnu annarstaðar vegna heimskreppunnar þá verður allsherjar upplausn í landinu, því verður að forða.
Við þurfum fleiri ánægjutíðindi eins og um helgina þegar Jóhanna Guðrún yljaði okkur íslendingum með sínum fallega söng og frábæra árangri en til þess verða stjórnvöld að standa með almenningi.
![]() |
Matarverð hefur hækkað um 25% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |