8.5.2009 | 11:56
Eignir brenna upp, allir á Austurvöll kl 13.00 í dag.
Þetta er allt rétt sem Björn Þorri er að tala um það vitum við öll en því miður þá er fólk sem veit þetta ekki næginlega vel og því verður að vekja það, því segi ég að allir sem hafa möguleika á að mæta á Austurvöll kl 13 og mótmæla.
Kannski að stjórnin falli bara áður en hún verður mynduð, nei, segi bara svona en getur ekki allt gerst á íslandi?
![]() |
Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 09:32
VG kemur á óvart.
![]() |
Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 09:02
Alltaf vantað fyrirhyggjuna hjá sveitarfélögum og ríki.
Já útlitið er heldur betur dökkt í byggingargeiranum og ekki hægt að áætla annað en hann verði daufur á næstunni, helst verði vinna við að klára þær íbúðir og mannvirki sem þegar eru byggð en það mun gerast hægt eða eftir því sem hreifing kemst á fasteignamarkaðinn. Í eins mörg ár og ég man eftir hefur ávallt komið upp sú umræða að ríki og sveitarfélög eigi að halda að sér höndum þegar þensla er mikil og koma svo sterkt inn á markaðinn þegar kreppir að, enn einu sinni er búið að þurrausa alla sjóði í góðæri og ekkert eftir þegar kreppir að. Sumir geta sagt að það sé dýrara að byggja í því árferði sem í dag er en ég held að það sé bara svipaður kostnaður þegar á heildina er litið, innflutt efni í bygginguna er dýrara en vinnuliðurinn verður ódýrari eins og flest útboð sýna um þessar mundir.
Ef við tökum eitt dæmi sem er menningarhúsið á Akureyri, þetta hús var byggt í bullandi góðæri og er orðið allavega helmingi dýrara heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir og er orðið svo dýrt að óhemja er en hvað lá á að byggja þetta hús, hver var þörfin? Það sem maður heyrir í dag er að þetta hús sé þvílíkur baggi á Akureyrarbæ að til vandræða er. Það er ekki búið að tryggja húsinu rekstrarfé og það er ekki búið að ákveða hvað húsið verður notað í, þetta er auðvitað arfavitlaust og til skammar fyrir ríki og Akureyrarbæ. Nú vonar maður bara að þetta högg sem við erum að upplifa verði til þess að stjórnendur hins opinbera verði framsýnari.
![]() |
Ekkert ljós framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 08:02
Loksins, Eiður að fara í annað lið.
![]() |
Eiður vill fara frá Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 20:54
Ekki íslensk matvæli í framtíðinni, er það stefnan?
Þessi frétt er dæmigerð fyrir þá stefnu sem búið er að taka í framleiðslu á íslenskum matvælum og grænmeti sem er eina besta vara í heiminum í dag að mínu mati. Lækka niðurgreiðslu á rafmagni og skerða bætur bænda.
Nú verðum að að taka tillit til aðstæðna sem eru þær að ef við viljum þéna vel sem þjóð þá veljum við íslenskar vörur og spörum gjaldeyri en sköpum atvinnu sem skilar svo fjármagni í ríkiskassann. Ef þessi kostur er ekki valin þá verður að flytja inn matvælin vegna þess að við erum ekki samkeppnisfær í verði og eyðum gjaldeyri sem við eigum ekki til og ekkert kemur í ríkiskassann nema vsk af erlendri vöru.
Hver er stefnan og hvað viljum við?
![]() |
Milljarður skorinn af bændum næstu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 13:28
Ekki kaupa íbúð segir Seðlabankinn.
Skilaboðin eru hrein og klár, keyptu þér alls ekki íbúð á næstunni nema þú viljir stórtapa á kaupunum, það er alveg ljóst ef spá bankans um lækkun eigna rætist.
Þetta segir okkur að leigumarkaðurinn mun þenjast út á nýjan leik og trúlega hækka í verði en reikna verður með nokkur hundruð íbúðum á leigumarkaðinn á næstunni sem verða í eigu banka, sparisjóða og íbúðalánasjóðs vegna gjaldþrota fólks, eignirnar verða óseljanlegar og fara því á leigumarkaðinn svo að framboðið verður kannski næganlegt til þess að halda leiguverði stöðugu.
Svo er komin upp sú staða að leigufélög eins og Búseti og fl. hljóta að vera komin í mikil vandræði vegna verðtryggingarinnar og leiguverð rokið upp úr öllu valdi, hvað gerist á þeim bænum ef ekki til kemur aðstoð frá Íbúðalánasjóði.
Það er ekki annað hægt en að vara fólk við fjárfestingum í íbúðarhúsnæði á næstunni, það er komið nóg af eignarupptöku af fólki vegna óstjórnar í landinu.
![]() |
46% raunlækkun fasteigna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 09:16
Enn verið að vernda krónubréfaeigendur.
![]() |
Stýrivextir lækka í 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 08:56
Lóðir, til hvers?
Samkvæmt þessari frétt er ekki búið að leggja árar í bát með lóðaúthlutanir en ég bara spyr hvort ekki sé komin tími á að gera frekar langt hlé á lóðarúthlutunum og reyna að leggja áherslu á að koma öllu þeim tugþúsunda fermetrum af iðnaðar, verslunar og íbúðarhúsnæði í notkun því mér skilst að það sé til húsnæði til allvega næstu tveggja ára?
![]() |
Engin eftirspurn eftir lóðum sem stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 19:25
Ein vitleysan enn, hvernig í ósköpum endar þetta?
Maður er bara að verða blogglaus (eða orðlaus) vegna stefnumála væntanlegrar ríkisstjórnar, það er allt að fara á hausinn í landinu og það á að fara að hreyfa við kvótakerfinu. Hvað er verið að hugsa þarna, það á að leggja inn aðildarumsókn í Upplausnarbandalagið (ESB) og í leiðinni á að byrja að innkalla kvóta en síðan þegar við fáum inngöngu þá verður búið að breyta kvótakerfinu í ESB og kerfið orðið framseljanlegt eins og það er á íslandi í dag. Þetta er allvega í umræðunni innan ESB að taka upp íslenska kerfið er það þá svo vitlaust eftir allt saman?
Ég held að Jóhanna viti ekkert hvað hún er að leika sér við með þessu og minnir þetta á ákvarðanir hennar þegar húsnæðislánakerfið hrundi á sínum tíma með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir fjölskyldna sem töpuðu öllu sínu. Ég er orðin skíthræddur við þetta allt saman eins og svo margir aðrir. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að laga kvótakerfið til en það er ekki rétti tíminn til þess núna, stjórnmálamenn hafa enga reynslu af veiðum.
![]() |
Fyrningarleið víst farin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 09:28
Allt of lítill munur.
![]() |
Áfram afgangur af vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)